Guðmundur Pálsson 12. apr. 2019

Ert þú næsti verslunar­stjóri vef­verslunar Krabba­meins­félags­ins?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

 

Við leitum að starfsmanni í 80% starf verslunarstjóra vefverslunar Krabbameinsfélagsins. Í starfinu felst:

  • afgreiðsla og frágangur pantana
  • innkaup og samskipti við viðskiptavini og birgja
  • mótun vöruframboðs í samstarfi við fjáröflunarstjóra
  • rafræn markaðssetning á vörum

Meðal annarra verkefna sem felast í starfinu er umsjón dreifingar á vörum til söluaðila í Bleiku slaufunni og Mottumars, umsjón fjáröflunarviðburða auk samskipta og þjónustu við stuðningsaðila félagsins.

Ertu með puttann á púlsinum og kannt til verka?

Ef þú hefur góða reynslu af umsjón vefverslunar eða sambærilegu auk þess að þekkja til rafrænnar markaðssetningar þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Mikill kostur er ef þú hefur líka reynslu af notkun Shopify, DK og af skipulagi dreifingar á vörum til verslana. Einnig er mikilvægt að þú hafir gaman af því að selja góðar vörur og að fylgjast með nýjungum tengdum verslun á vefnum. Lykilþáttur í starfinu er svo góð samskipta- og skipulagsfærni. Þess má geta að starfið býður upp á sveigjanlegan vinnutíma.

Vilt þú gera gagn?

Allur ágóði af rekstri vefverslunarinnar rennur til Krabbameinsfélagsins þannig að góður árangur þinn í starfi skilar sér beint í stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra og önnur verkefni félagsins. Þú verður hluti af Fjáröflunardeild Krabbameinsfélagsins sem hefur umsjón með fjáröflunarverkefnum eins og vefversluninni, Velunnurum sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar félagsins, Bleiku slaufunni og Mottumars.

Umsóknir skulu berast til Kolbrúnar Silju Ásgeirsdóttur, fjáröflunar- og markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið kolbrun@krabb.is fyrir 23. apríl.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?