Guðmundur Pálsson 12. apr. 2019

Ert þú næsti verslunar­stjóri vef­verslunar Krabba­meins­félags­ins?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

 

Við leitum að starfsmanni í 80% starf verslunarstjóra vefverslunar Krabbameinsfélagsins. Í starfinu felst:

  • afgreiðsla og frágangur pantana
  • innkaup og samskipti við viðskiptavini og birgja
  • mótun vöruframboðs í samstarfi við fjáröflunarstjóra
  • rafræn markaðssetning á vörum

Meðal annarra verkefna sem felast í starfinu er umsjón dreifingar á vörum til söluaðila í Bleiku slaufunni og Mottumars, umsjón fjáröflunarviðburða auk samskipta og þjónustu við stuðningsaðila félagsins.

Ertu með puttann á púlsinum og kannt til verka?

Ef þú hefur góða reynslu af umsjón vefverslunar eða sambærilegu auk þess að þekkja til rafrænnar markaðssetningar þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Mikill kostur er ef þú hefur líka reynslu af notkun Shopify, DK og af skipulagi dreifingar á vörum til verslana. Einnig er mikilvægt að þú hafir gaman af því að selja góðar vörur og að fylgjast með nýjungum tengdum verslun á vefnum. Lykilþáttur í starfinu er svo góð samskipta- og skipulagsfærni. Þess má geta að starfið býður upp á sveigjanlegan vinnutíma.

Vilt þú gera gagn?

Allur ágóði af rekstri vefverslunarinnar rennur til Krabbameinsfélagsins þannig að góður árangur þinn í starfi skilar sér beint í stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra og önnur verkefni félagsins. Þú verður hluti af Fjáröflunardeild Krabbameinsfélagsins sem hefur umsjón með fjáröflunarverkefnum eins og vefversluninni, Velunnurum sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar félagsins, Bleiku slaufunni og Mottumars.

Umsóknir skulu berast til Kolbrúnar Silju Ásgeirsdóttur, fjáröflunar- og markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið kolbrun@krabb.is fyrir 23. apríl.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?