Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 26. sep. 2018

Erfið reynsla krabbameinssjúklinga sem leita til bráðamóttöku Landspítala

Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hefur að undanförnu borist töluvert af erindum vegna erfiðrar reynslu sjúklinga og aðstandenda þeirra af þjónustu bráðamóttöku Landspítala.

Kvartanir fólks beinast meðal annars að löngum biðtíma, takmörkuðum úrlausnum og fjölda endurkoma.

Krabbameinsfélagið tekur hlutverki sínu sem málsvara krabbameinssjúklinga alvarlega og óskaði þess vegna eftir fundi með fulltrúum Landspítalans sem haldinn var þann 21. september síðastliðinn.

Fundinn sátu framkvæmdastjórar flæði- og lyflækningasviðs, framkvæmdastjóri hjúkrunar og lækninga auk forstjóra spítalans ásamt forstöðumanni Ráðgjafarþjónustu félagsins og framkvæmdastjóra félagsins.

Nánast öll krabbameinsmeðferð er veitt á dagvinnutíma á göngudeildum og flestir eru því heima hjá sér megnið af meðferðarferlinu. Ótvíræðir kostir fylgja því auðvitað að þurfa ekki að vera inniliggjandi á spítala en álagið getur líka verið mikið á sjúklinga og aðstandendur. Til að draga úr því álagi er mikilvægt að upplýsingastreymi sé gott, samfella í þjónustu og gott aðgengi að meðferðaraðilum. Komi eitthvað upp í kjölfar meðferðar er mikilvægt að hægt sé að bregðast við hratt og örugglega en því miður er það svo í dag að eftir kl. 16 á daginn eða um helgar verða sjúklingar að leita á bráðamóttöku spítalans, sem margir hafa því miður ekki nógu góða reynslu af.

Á fundinum lýstu fulltrúar Krabbameinsfélagsins þeim umkvörtunum sem hafa borist félaginu og sýndu fulltrúar spítalans bæði áhuga og skilning á erindunum. Auk atriða sem tengjast beint þjónustu bráðamóttökunnar var rætt um mikilvægi þess að finna leiðir til að tryggja öryggiskennd sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Viðbrögð stjórnenda spítalans voru með þeim hætti að full ástæða er til að vænta úrbóta sem vonandi munu líta dagsins ljós fljótlega.

Krabbameinsfélagið mun fylgja málinu eftir og boðaður hefur verið annar fundur í byrjun nóvember. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?