Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 26. sep. 2018

Erfið reynsla krabbameinssjúklinga sem leita til bráðamóttöku Landspítala

Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hefur að undanförnu borist töluvert af erindum vegna erfiðrar reynslu sjúklinga og aðstandenda þeirra af þjónustu bráðamóttöku Landspítala.

Kvartanir fólks beinast meðal annars að löngum biðtíma, takmörkuðum úrlausnum og fjölda endurkoma.

Krabbameinsfélagið tekur hlutverki sínu sem málsvara krabbameinssjúklinga alvarlega og óskaði þess vegna eftir fundi með fulltrúum Landspítalans sem haldinn var þann 21. september síðastliðinn.

Fundinn sátu framkvæmdastjórar flæði- og lyflækningasviðs, framkvæmdastjóri hjúkrunar og lækninga auk forstjóra spítalans ásamt forstöðumanni Ráðgjafarþjónustu félagsins og framkvæmdastjóra félagsins.

Nánast öll krabbameinsmeðferð er veitt á dagvinnutíma á göngudeildum og flestir eru því heima hjá sér megnið af meðferðarferlinu. Ótvíræðir kostir fylgja því auðvitað að þurfa ekki að vera inniliggjandi á spítala en álagið getur líka verið mikið á sjúklinga og aðstandendur. Til að draga úr því álagi er mikilvægt að upplýsingastreymi sé gott, samfella í þjónustu og gott aðgengi að meðferðaraðilum. Komi eitthvað upp í kjölfar meðferðar er mikilvægt að hægt sé að bregðast við hratt og örugglega en því miður er það svo í dag að eftir kl. 16 á daginn eða um helgar verða sjúklingar að leita á bráðamóttöku spítalans, sem margir hafa því miður ekki nógu góða reynslu af.

Á fundinum lýstu fulltrúar Krabbameinsfélagsins þeim umkvörtunum sem hafa borist félaginu og sýndu fulltrúar spítalans bæði áhuga og skilning á erindunum. Auk atriða sem tengjast beint þjónustu bráðamóttökunnar var rætt um mikilvægi þess að finna leiðir til að tryggja öryggiskennd sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Viðbrögð stjórnenda spítalans voru með þeim hætti að full ástæða er til að vænta úrbóta sem vonandi munu líta dagsins ljós fljótlega.

Krabbameinsfélagið mun fylgja málinu eftir og boðaður hefur verið annar fundur í byrjun nóvember. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?