Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 26. sep. 2018

Erfið reynsla krabbameinssjúklinga sem leita til bráðamóttöku Landspítala

Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hefur að undanförnu borist töluvert af erindum vegna erfiðrar reynslu sjúklinga og aðstandenda þeirra af þjónustu bráðamóttöku Landspítala.

Kvartanir fólks beinast meðal annars að löngum biðtíma, takmörkuðum úrlausnum og fjölda endurkoma.

Krabbameinsfélagið tekur hlutverki sínu sem málsvara krabbameinssjúklinga alvarlega og óskaði þess vegna eftir fundi með fulltrúum Landspítalans sem haldinn var þann 21. september síðastliðinn.

Fundinn sátu framkvæmdastjórar flæði- og lyflækningasviðs, framkvæmdastjóri hjúkrunar og lækninga auk forstjóra spítalans ásamt forstöðumanni Ráðgjafarþjónustu félagsins og framkvæmdastjóra félagsins.

Nánast öll krabbameinsmeðferð er veitt á dagvinnutíma á göngudeildum og flestir eru því heima hjá sér megnið af meðferðarferlinu. Ótvíræðir kostir fylgja því auðvitað að þurfa ekki að vera inniliggjandi á spítala en álagið getur líka verið mikið á sjúklinga og aðstandendur. Til að draga úr því álagi er mikilvægt að upplýsingastreymi sé gott, samfella í þjónustu og gott aðgengi að meðferðaraðilum. Komi eitthvað upp í kjölfar meðferðar er mikilvægt að hægt sé að bregðast við hratt og örugglega en því miður er það svo í dag að eftir kl. 16 á daginn eða um helgar verða sjúklingar að leita á bráðamóttöku spítalans, sem margir hafa því miður ekki nógu góða reynslu af.

Á fundinum lýstu fulltrúar Krabbameinsfélagsins þeim umkvörtunum sem hafa borist félaginu og sýndu fulltrúar spítalans bæði áhuga og skilning á erindunum. Auk atriða sem tengjast beint þjónustu bráðamóttökunnar var rætt um mikilvægi þess að finna leiðir til að tryggja öryggiskennd sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Viðbrögð stjórnenda spítalans voru með þeim hætti að full ástæða er til að vænta úrbóta sem vonandi munu líta dagsins ljós fljótlega.

Krabbameinsfélagið mun fylgja málinu eftir og boðaður hefur verið annar fundur í byrjun nóvember. 


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?