Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. okt. 2019

Engin tenging við keðjuleik um brjóstakrabbamein

  • Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélaginu hafa borist fyrirspurnir um keðjustatusa sem nú ganga á Facebook og eiga að vera vitundarvakning um brjóstakrabbamein. Félagið tengist þessum leik á engan hátt. 

Um er að ræða pósta þar sem viðkomandi segist hafa pissað í buxurnar, sé hættur að ganga í undirfötum, að flytja til Vermont o.s.frv. Ef fólk bítur á agnið og setur færslu við póstinn fær það skilaboð þar sem útskýrt er að þetta snúist um brjóstakrabbamein og leikreglur fylgja.

„Satt að segja þá skiljum við ekki hvernig þessi leikur á að vekja athygli á brjóstakrabbameini því einungis þeir sem svara póstinum fá upplýsingar um að þetta eigi að snúast um brjóstakrabbamein. Það getur ýmislegt dúkkað upp í bleikum október án þess að við vitum um það, en sem betur fer er það yfirleitt eitthvað sem styður við málstaðinn“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Félagið leggur mikla áherslu á fræðslu og forvarnir og ganga fjáröflunarátökin Bleika slaufan og Mottumars meðal annars út á það að vekja vitund um ákveðna þætti forvarna eða viðbragða við krabbameinum.

„Við höfum ekki stjórn á því sem fólk gerir á samfélagsmiðlum, en það er ekki óalgengt að fólk tengi við átökin okkar og „teiki“ því átökin fá athygli í fjölmiðlum. Stundum eru þessir leikir þess eðlis að þeir gera gagn og fá fólk til að hugsa um ákveðna hluti, en í sumum tilfellum ekki. Við vonum að fólk fái einhverja skemmtun út úr þessu en sjáum ekki hvernig þetta geti verið ætlað til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Þetta tengist okkur sannarlega ekki,“ segir Halla að lokum.

Nánari upplýsingar um brjóstakrabbamein er að finna hér


Fleiri nýjar fréttir

12. ágú. 2020 : Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Lesa meira

4. ágú. 2020 : Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Lesa meira

30. júl. 2020 : Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Lesa meira

6. júl. 2020 : Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Lesa meira

6. júl. 2020 : Sumaropnun hjá Ráðgjafarþjónustunni

Breyting á opnunartíma í júlí hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?