Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. okt. 2019

Engin tenging við keðjuleik um brjóstakrabbamein

  • Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélaginu hafa borist fyrirspurnir um keðjustatusa sem nú ganga á Facebook og eiga að vera vitundarvakning um brjóstakrabbamein. Félagið tengist þessum leik á engan hátt. 

Um er að ræða pósta þar sem viðkomandi segist hafa pissað í buxurnar, sé hættur að ganga í undirfötum, að flytja til Vermont o.s.frv. Ef fólk bítur á agnið og setur færslu við póstinn fær það skilaboð þar sem útskýrt er að þetta snúist um brjóstakrabbamein og leikreglur fylgja.

„Satt að segja þá skiljum við ekki hvernig þessi leikur á að vekja athygli á brjóstakrabbameini því einungis þeir sem svara póstinum fá upplýsingar um að þetta eigi að snúast um brjóstakrabbamein. Það getur ýmislegt dúkkað upp í bleikum október án þess að við vitum um það, en sem betur fer er það yfirleitt eitthvað sem styður við málstaðinn“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Félagið leggur mikla áherslu á fræðslu og forvarnir og ganga fjáröflunarátökin Bleika slaufan og Mottumars meðal annars út á það að vekja vitund um ákveðna þætti forvarna eða viðbragða við krabbameinum.

„Við höfum ekki stjórn á því sem fólk gerir á samfélagsmiðlum, en það er ekki óalgengt að fólk tengi við átökin okkar og „teiki“ því átökin fá athygli í fjölmiðlum. Stundum eru þessir leikir þess eðlis að þeir gera gagn og fá fólk til að hugsa um ákveðna hluti, en í sumum tilfellum ekki. Við vonum að fólk fái einhverja skemmtun út úr þessu en sjáum ekki hvernig þetta geti verið ætlað til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Þetta tengist okkur sannarlega ekki,“ segir Halla að lokum.

Nánari upplýsingar um brjóstakrabbamein er að finna hér


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?