Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. okt. 2019

Engin tenging við keðjuleik um brjóstakrabbamein

  • Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélaginu hafa borist fyrirspurnir um keðjustatusa sem nú ganga á Facebook og eiga að vera vitundarvakning um brjóstakrabbamein. Félagið tengist þessum leik á engan hátt. 

Um er að ræða pósta þar sem viðkomandi segist hafa pissað í buxurnar, sé hættur að ganga í undirfötum, að flytja til Vermont o.s.frv. Ef fólk bítur á agnið og setur færslu við póstinn fær það skilaboð þar sem útskýrt er að þetta snúist um brjóstakrabbamein og leikreglur fylgja.

„Satt að segja þá skiljum við ekki hvernig þessi leikur á að vekja athygli á brjóstakrabbameini því einungis þeir sem svara póstinum fá upplýsingar um að þetta eigi að snúast um brjóstakrabbamein. Það getur ýmislegt dúkkað upp í bleikum október án þess að við vitum um það, en sem betur fer er það yfirleitt eitthvað sem styður við málstaðinn“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Félagið leggur mikla áherslu á fræðslu og forvarnir og ganga fjáröflunarátökin Bleika slaufan og Mottumars meðal annars út á það að vekja vitund um ákveðna þætti forvarna eða viðbragða við krabbameinum.

„Við höfum ekki stjórn á því sem fólk gerir á samfélagsmiðlum, en það er ekki óalgengt að fólk tengi við átökin okkar og „teiki“ því átökin fá athygli í fjölmiðlum. Stundum eru þessir leikir þess eðlis að þeir gera gagn og fá fólk til að hugsa um ákveðna hluti, en í sumum tilfellum ekki. Við vonum að fólk fái einhverja skemmtun út úr þessu en sjáum ekki hvernig þetta geti verið ætlað til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Þetta tengist okkur sannarlega ekki,“ segir Halla að lokum.

Nánari upplýsingar um brjóstakrabbamein er að finna hér


Fleiri nýjar fréttir

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

15. jan. 2020 : Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

21. des. 2019 : AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?