Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. jún. 2018

Efndir og árangur um forvarnir gegn krabbameinum

  • Halla Þorvaldsdóttir
    Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra.

Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein.

Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum .

Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda.

Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein.

Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrir­byggjandi aðgerðir í framtíðinni.

Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu og á Vísi .


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?