Ása Sigríður Þórisdóttir 15. jan. 2022

Dýrkeypt heimsóknabann

Grein birtist í Skoðun á vef Fréttablaðsins 15. janúar 2022.

  • Halla Þorvaldsdóttir
    Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Áhrif Covd-19 eru margvísleg. Rekstur margra fyrirtækja er í járnum. Á spítölum er heimsóknabann. Á sjúkrahúsum landsins dvelur fólk almennt ekki nema af brýnni nauðsyn. Í dag er enn og aftur í gildi heimsóknabann á Landspítalanum sem nú hefur staðið í tæpar 10 vikur, með örlitlum undantekningum. Öllum er ljóst að heimsóknabann er ekki sett á nema við neyðaraðstæður enda afar þungbær ákvörðun fyrir alla sem málið varðar, sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Því má hins vegar ekki taka sem sjálfsögðum hlut, ekki heldur þegar heimsfaraldur geisar.

Afleiðingar heimsóknabanns fyrir fólk með krabbamein eru meðal annars að það getur ekki haft sína nánustu hjá sér þegar miklar breytingar verða í veikindum og versnandi staða blasir við. Fyrir utan stuðninginn og nándina sem getur skipt fólk miklu máli geta upplýsingar orðið af skornum skammti eða farið forgörðum. Að auki geta aðstandendur jafnvel átt erfitt með að ná sambandi við starfsfólk vegna álags og anna. Margir finna því fyrir öryggisleysi, vanmætti og vanlíðan, bæði sjúklingar og aðstandendur. Þá er ónefnt heilbrigðisstarfsfólkið sem þarf að sinna starfi sínu með hætti sem er í hróplegu ósamræmi við þeirra faglegu vitund.

Allt samfélagið er undir gríðarlegu álagi vegna Covid-19. Álagið birtist með margvíslegum hætti og rödd ólíkra hópa er missterk. Fólk með krabbamein og aðstandendur þess er að öllu jöfnu undir miklu álagi í langan tíma en við þessar aðstæður keyrir um þverbak. Í erindum sem Krabbameinsfélaginu eru að berast, gætir mjög mikillar þreytu. Margir upplifa sig í senn varnarlausa og vanmáttuga. Almennt er sjúklingum ráðlagt að taka aðstandendur með sér í viðtöl, einkum við greiningu og þegar breyting verður á sjúkdómi og meðferð og aðstandendur hafa reynt á eigin skinni hve mikilvægu hlutverki þeir gegna. Að geta ekki stutt og notið samvista við mikið veikan ættingja eða vin, sem jafnvel á stuttan tíma eftir ólifaðan, er þyngra en tárum tekur. Viðspyrnuaðgerðir vegna faraldursins segja lítið í slíkum aðstæðum.

Sá hópur sem hér um ræðir er lágvær og hefur ekki verið aðgangsharður varðandi sína hagsmuni í Covid-umræðunni. Faraldurinn hefur orðið til þess að notkun tæknilausna í samskiptum hefur orðið meiri en áður, en betur má ef duga skal. Slíkar lausnir geta gleymst í miklum erli og duga ekki alltaf til. Þær aðstæður sem skapast af banni sem gerir fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.

Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi.

Þessum hópi mega ráðamenn heldur ekki gleyma í sinni ákvarðanatöku. Alvarlega veikt fólk og aðstandendur þurfa að geta verið í nánum samskiptum. Það skiptir máli í bráð og lengd.

  • Grein birtist í Skoðun á vef Fréttablaðsins 15. janúar 2022.

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?