Björn Teitsson 22. feb. 2021

Dregur úr áhættudrykkju

  • Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27

Nokkuð hefur dregið úr óhóflegri neyslu áfengis, eða það sem hefur verið skilgreint sem áhættudrykkja. Enn eru þó fjölmargir Íslendingar sem drekka áfengi í hverri viku en áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. 


Áfengisneysla í óhóflegu magni, sem kölluð er áhættudrykkja, dróst saman meðal Íslendinga á árinu 2020 sé miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, Fréttabréfi um heilbrigðisupplýsingar, sem er gefinn út af Embætti Landlæknis. Verða það að teljast jákvæðar fréttir. Þar kemur einnig í ljós að rúmlega 4 af hverjum 5 fullorðnum Íslendingum sögðust hafa drukkið áfengi árið 2020 og rúmlega þriðjungur sagðist hafa drukkið áfengi í hverri viku sem er heldur hátt hlutfall.

Í Talnabrunni var skoðuð svokölluð áhættudrykkja, en þar segir:

Áhættustig eru reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju og nær kvarðinn frá 0 til 12. Karlmenn sem skora á bilinu 6–12 áhættustig teljast þannig vera með skaðlegt neyslumynstur en sama viðmið fyrir konur eru 5–12 áhættustig. Notkun á þessum mælikvarða veitir betri sýn á skaðlegt neyslumynstur heldur en þegar hver spurning er notuð ein og sér. Árið 2019 féllu um 27% karla og 23% kvenna undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur en árið 2020 var hlutfallið hjá körlum um 24% og um 20% meðal kvenna. Sé þetta hlutfall heimfært upp á þjóðina alla má gera ráð fyrir að körlum með skaðlegt neyslumynstur hafi fækkað um 3 þúsund milli áranna 2019 og 2020 eða farið úr 32 þúsund niður í 29 þúsund og hjá konum um 4 þúsund eða úr 28 þúsund niður í 24 þúsund.

Í könnuninni var einnig spurt sérstaklega hvort Covid-19 faraldurinn hafi átt þátt í breytingum á áfengisneyslu í mars og apríl á árinu 2020 þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst. Í ljós kom að 56% svarenda hafði ekki gert breytingar á sínu neyslumynstri.

Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.16

Að öðru leyti hefur áfengisneysla sem áhættudrykkja dregist saman miðað við árið 2019 og umtalsvert sé miðað við árið 2018. Það gildir um karla og konur í öllum aldurshópum nema hjá konum á aldrinum 35 til 54 ára en þar hefur neyslan farið lítillega upp á við, sé miðað við konur sem svara því játandi að hafa verið ölvaðar einu sinni eða oftar undanfarinn mánuð. Sömuleiðis hefur neyslan staðið í stað hjá konum eldri en 55 ára. Sjá Talnabrunn hér


Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?