Björn Teitsson 22. feb. 2021

Dregur úr áhættudrykkju

  • Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27

Nokkuð hefur dregið úr óhóflegri neyslu áfengis, eða það sem hefur verið skilgreint sem áhættudrykkja. Enn eru þó fjölmargir Íslendingar sem drekka áfengi í hverri viku en áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. 


Áfengisneysla í óhóflegu magni, sem kölluð er áhættudrykkja, dróst saman meðal Íslendinga á árinu 2020 sé miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, Fréttabréfi um heilbrigðisupplýsingar, sem er gefinn út af Embætti Landlæknis. Verða það að teljast jákvæðar fréttir. Þar kemur einnig í ljós að rúmlega 4 af hverjum 5 fullorðnum Íslendingum sögðust hafa drukkið áfengi árið 2020 og rúmlega þriðjungur sagðist hafa drukkið áfengi í hverri viku sem er heldur hátt hlutfall.

Í Talnabrunni var skoðuð svokölluð áhættudrykkja, en þar segir:

Áhættustig eru reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju og nær kvarðinn frá 0 til 12. Karlmenn sem skora á bilinu 6–12 áhættustig teljast þannig vera með skaðlegt neyslumynstur en sama viðmið fyrir konur eru 5–12 áhættustig. Notkun á þessum mælikvarða veitir betri sýn á skaðlegt neyslumynstur heldur en þegar hver spurning er notuð ein og sér. Árið 2019 féllu um 27% karla og 23% kvenna undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur en árið 2020 var hlutfallið hjá körlum um 24% og um 20% meðal kvenna. Sé þetta hlutfall heimfært upp á þjóðina alla má gera ráð fyrir að körlum með skaðlegt neyslumynstur hafi fækkað um 3 þúsund milli áranna 2019 og 2020 eða farið úr 32 þúsund niður í 29 þúsund og hjá konum um 4 þúsund eða úr 28 þúsund niður í 24 þúsund.

Í könnuninni var einnig spurt sérstaklega hvort Covid-19 faraldurinn hafi átt þátt í breytingum á áfengisneyslu í mars og apríl á árinu 2020 þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst. Í ljós kom að 56% svarenda hafði ekki gert breytingar á sínu neyslumynstri.

Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.16

Að öðru leyti hefur áfengisneysla sem áhættudrykkja dregist saman miðað við árið 2019 og umtalsvert sé miðað við árið 2018. Það gildir um karla og konur í öllum aldurshópum nema hjá konum á aldrinum 35 til 54 ára en þar hefur neyslan farið lítillega upp á við, sé miðað við konur sem svara því játandi að hafa verið ölvaðar einu sinni eða oftar undanfarinn mánuð. Sömuleiðis hefur neyslan staðið í stað hjá konum eldri en 55 ára. Sjá Talnabrunn hér


Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27


Fleiri nýjar fréttir

MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

24. feb. 2021 : Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við hlutaúttekt Embættis landlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Hlutaúttekt Embættis landlæknis er komin út en unnið hefur verið að henni síðan í september 2020. Krabbameinsfélagið fagnar því að niðurstöður liggi fyrir og þakkar embættinu fyrir samstarfið við gerð úttektarinnar. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?