Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 31. okt. 2019

Dregið í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins

  • Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, tilkynnti um vinninginn, en Misty Austfjörð dró út verðlaunahafann.

Í dag hlaut ein heppin vinkona veglegan vinning frá Bláa Lóninu fyrir sex. Sú heppna er Bergljót Inga Kvaran.

Fegurðardrottningin Misty Austfjord dró í verðlaunapotti Vinklúbbsins og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, tilkynnti um hina heppnu vinkonu sem hlýtur dekur í Retreat Spa í Bláa Lóninu fyrir sex og óvissuferð á Lava Restaurant.

Alls skráðu 4.402 vinkonur sig í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins , en tilgangur hans er að fá konur til að gerast liðsmenn félagsins í baráttunni gegn krabbameinum og þiggja boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem félagið hvetur þær til að deila með öðrum. 

„Við óskum Bergjótu innilega til hamingju með vinninginn og þökkum henni, og öllum öðrum vinkonum sem skráðu sig í klúbbinn innilega fyrir þátttökuna. Það er einstaklega gleðilegt að sjá Vinkonuklúbburinn stækka frá því í fyrra,“ segir Halla, en alls skráðu 4.402 konur sig tí klúbbinn í ár og á síðasta ári skráðu rúmlega þrjú þúsund vinkonuhópar sig til leiks.

„Og þótt það sé búið að draga í vinkonuleiknum, er enn er hægt að skrá sig í klúbbinn,“ segir Halla. 

Í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins í ár er lögð áhersla á að stuðningur skipti máli, enda eru einkennisorð Bleiku slaufunnar í ár „Mundu að þú ert ekki ein.“

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?