Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. maí 2020

Draumveruleiki á dánarbeði

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Þeir sem liggja fyrir dauðanum sofa og móka stóran hluta sólarhringsins. Þegar þú situr við dánarbeð verður þú hluti af draumveruleika þess sem er að deyja. Það getur verið erfitt, en einnig gefandi. Ásgeir R. Helgason skrifar.

Þau sem hafa setið á dánarbeði náins vinar eða aðstandanda kunna að hafa upplifað að sá deyjandi flakki fram og til baka í tíma og rúmi. Vakni og segist hafa verið í sveitinni. Tali um sveitinga sína þar sem hann lék sér við hundinn, eins og hann væri nýkominn þaðan. Þó bærinn sé löngu kominn í eyði. 

Það er ekki óalgengt að aðstandendum finnist þetta óþægilegt og túlki þetta sem rugl. Að það sé „aðeins farið að slá út í fyrir“ mömmu, eða jafnvel að hún sé orðin „snarrugluð“. En þetta á sér eðlilegar skýringar. 

Fólk á lokametrum lífsins sefur mikið og mókir. Draumarnir verða samtvinnaðir raunveruleikanum. Draumar eru jafn verulegir og raunveruleikinn þegar okkur dreymir. Þegar þessir tveir veruleikar renna saman verður til nýr veruleiki, draumveruleikinn.

Það hefur ekkert upp á sig að vera sífellt að reyna að leiðrétta fólk við slíkar aðstæður. Betra að slá á léttari strengi og spyrja frétta úr sveitinni. Það getur þó gerst að draumarnir verði óþægilegir, jafnvel slæmir. Þá er gott að strjúka viðkomandi hlýlega og segja: „Þetta var bara draumur, þú ert hér á spítalanum og ég er hér hjá þér.“ Oft áttar sá deyjandi sig og draumurinn hverfur.

Flest okkar muna ekki drauma, við munum að okkur dreymdi, en það er oft býsna erfitt að muna hvað það var. Þeir sem liggja fyrir dauðanum sofa og móka stóran hluta sólarhringsins. Þegar þú situr við dánarbeð verður þú hluti af draumveruleika þess sem er að deyja. Það getur verið erfitt, en einnig gefandi. Þetta er fullkomlega eðlilegt ástandi.

Greinin var fyst birt í Morgunblaðinu.

Ásgeir R. Helgason er dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?