Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. maí 2020

Draumveruleiki á dánarbeði

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Þeir sem liggja fyrir dauðanum sofa og móka stóran hluta sólarhringsins. Þegar þú situr við dánarbeð verður þú hluti af draumveruleika þess sem er að deyja. Það getur verið erfitt, en einnig gefandi. Ásgeir R. Helgason skrifar.

Þau sem hafa setið á dánarbeði náins vinar eða aðstandanda kunna að hafa upplifað að sá deyjandi flakki fram og til baka í tíma og rúmi. Vakni og segist hafa verið í sveitinni. Tali um sveitinga sína þar sem hann lék sér við hundinn, eins og hann væri nýkominn þaðan. Þó bærinn sé löngu kominn í eyði. 

Það er ekki óalgengt að aðstandendum finnist þetta óþægilegt og túlki þetta sem rugl. Að það sé „aðeins farið að slá út í fyrir“ mömmu, eða jafnvel að hún sé orðin „snarrugluð“. En þetta á sér eðlilegar skýringar. 

Fólk á lokametrum lífsins sefur mikið og mókir. Draumarnir verða samtvinnaðir raunveruleikanum. Draumar eru jafn verulegir og raunveruleikinn þegar okkur dreymir. Þegar þessir tveir veruleikar renna saman verður til nýr veruleiki, draumveruleikinn.

Það hefur ekkert upp á sig að vera sífellt að reyna að leiðrétta fólk við slíkar aðstæður. Betra að slá á léttari strengi og spyrja frétta úr sveitinni. Það getur þó gerst að draumarnir verði óþægilegir, jafnvel slæmir. Þá er gott að strjúka viðkomandi hlýlega og segja: „Þetta var bara draumur, þú ert hér á spítalanum og ég er hér hjá þér.“ Oft áttar sá deyjandi sig og draumurinn hverfur.

Flest okkar muna ekki drauma, við munum að okkur dreymdi, en það er oft býsna erfitt að muna hvað það var. Þeir sem liggja fyrir dauðanum sofa og móka stóran hluta sólarhringsins. Þegar þú situr við dánarbeð verður þú hluti af draumveruleika þess sem er að deyja. Það getur verið erfitt, en einnig gefandi. Þetta er fullkomlega eðlilegt ástandi.

Greinin var fyst birt í Morgunblaðinu.

Ásgeir R. Helgason er dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?