Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. okt. 2020

Búið að endurskoða öll sýni

Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð er lokið. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950.

Í 209 tilfellum var ákveðið að kalla konur inn til frekari skoðunar, eða í 4,2% tilfella. Endanleg niðurstaða þeirra skoðana mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Upphaf málsins má rekja til alvarlegs atviks á Leitarstöð árið 2018 sem upp kom í sumar. Atvikið var þá tilkynnt til Embættis landlæknis og ráðist í að endurskoða fjölda sýna þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. 

Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að skimun fyrir leghálskrabbameini veitir ekki fullkomna vernd gegn krabbameinum. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á að krabbamein geti myndast. Hins vegar má fækka dauðsföllum af völdum leghálsskimana um 90% með reglubundinni skimun. Þátttaka í skimun er því afar mikilvæg. Frekari upplýsingar um ávinning og áhættu af skimunum má sjá hér

Bólusetning unglingsstúlkna gegn leghálskrabbameini hófst á Íslandi árið 2011 og fyrsta árgangi bólusettra stúlkna verður boðið í skimun árið 2021. Bólusetningin getur komið í veg fyrir 75% tilfella ef hún er gefin nægilega snemma.

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?