Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. okt. 2020

Búið að endurskoða öll sýni

Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð er lokið. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950.

Í 209 tilfellum var ákveðið að kalla konur inn til frekari skoðunar, eða í 4,2% tilfella. Endanleg niðurstaða þeirra skoðana mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Upphaf málsins má rekja til alvarlegs atviks á Leitarstöð árið 2018 sem upp kom í sumar. Atvikið var þá tilkynnt til Embættis landlæknis og ráðist í að endurskoða fjölda sýna þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. 

Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að skimun fyrir leghálskrabbameini veitir ekki fullkomna vernd gegn krabbameinum. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á að krabbamein geti myndast. Hins vegar má fækka dauðsföllum af völdum leghálsskimana um 90% með reglubundinni skimun. Þátttaka í skimun er því afar mikilvæg. Frekari upplýsingar um ávinning og áhættu af skimunum má sjá hér

Bólusetning unglingsstúlkna gegn leghálskrabbameini hófst á Íslandi árið 2011 og fyrsta árgangi bólusettra stúlkna verður boðið í skimun árið 2021. Bólusetningin getur komið í veg fyrir 75% tilfella ef hún er gefin nægilega snemma.

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?