Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. okt. 2020

Búið að endurskoða öll sýni

Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð er lokið. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950.

Í 209 tilfellum var ákveðið að kalla konur inn til frekari skoðunar, eða í 4,2% tilfella. Endanleg niðurstaða þeirra skoðana mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Upphaf málsins má rekja til alvarlegs atviks á Leitarstöð árið 2018 sem upp kom í sumar. Atvikið var þá tilkynnt til Embættis landlæknis og ráðist í að endurskoða fjölda sýna þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. 

Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að skimun fyrir leghálskrabbameini veitir ekki fullkomna vernd gegn krabbameinum. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á að krabbamein geti myndast. Hins vegar má fækka dauðsföllum af völdum leghálsskimana um 90% með reglubundinni skimun. Þátttaka í skimun er því afar mikilvæg. Frekari upplýsingar um ávinning og áhættu af skimunum má sjá hér

Bólusetning unglingsstúlkna gegn leghálskrabbameini hófst á Íslandi árið 2011 og fyrsta árgangi bólusettra stúlkna verður boðið í skimun árið 2021. Bólusetningin getur komið í veg fyrir 75% tilfella ef hún er gefin nægilega snemma.

 


Fleiri nýjar fréttir

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

16. jún. 2022 : Sumar­happ­drætti: Dregið 17. júní - átt þú miða?

Hægt er að greiða heimsenda miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?