Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. sep. 2020

Búið að endurskoða 2.500 sýni

Endurskoðun 6.000 sýna miðar ágætlega og allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er. Niðurstöður endurskoðunar leghálssýna verða nú uppfærðar vikulega. 

Í dag fimmtudaginn 10. september hafa 2.500 sýni verið endurskoðuð. Þar af hafa 65 sýni sýnt vægar frumubreytingar sem kalla á frekari skoðun þeirra kvenna sem í hlut eiga.

Krabbameinsfélagið hefur upplýst um framgang endurtalningu sýna eftir því sem fyrirspurnir berast félaginu í kjölfar mistaka við skoðun leghálssýna. Héðan í frá mun félagið birta uppfærðar tölur um endurtalningu sýnanna vikulega, hvern fimmtudag, þar til endurskoðun er lokið. Upplýsingarnar verða birtar með þessum hætti til að létta álagi af frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar.

Í sumar kom í ljós að kona sem fékk ranga niðurstöðu úr skimun árið 2018 greindist með krabbamein. Unnið er eftir viðbragðsáætlun Krabbameinsfélagsins við endurskoðun 6.000 sýna.

Nýjar tölur verða birtar fimmtudaginn 17. september.


Fleiri nýjar fréttir

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

18. nóv. 2020 : Uppbókað hjá Leitarstöð fram að áramótum

Mikil aðsókn hefur verið í skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands síðastliðnar vikur og aukið framboð á tímum hefur ekki dugað til. 

Lesa meira

12. nóv. 2020 : Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfða­gjöfum til góð­gerðar­starfs

Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?