Björn Teitsson 3. des. 2020

Brjóstaskoðanir enn um sinn í Skógarhlíð

  • IMG_5687

Landspítali tekur við framkvæmd brjóstaskoðana og skimana en starfið mun fara fram í Skógarhlíð til 1. apríl, í húsakynnum Krabbameinsfélagsins.

Landspítalinn og Krabbameinsfélagið hafa undirritað samning um kaup spítalans á röntgentækjum, ómtækjum og skjáum, auk annarra tækja, sem verða notuð við klínískar brjóstaskoðanir og skimanir fyrir brjóstakrabbameinum. Einnig var undirritað samkomulag þess efnis að Landspítalinn leigir húsnæði og tölvubúnað Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð sem er notaður við brjóstaskimanir og klínískar brjóstaskoðanir til 1. apríl.

Eins og fram hefur komið verða breytingar á fyrirkomulagi brjósta-og leghálsskimana frá næstu áramótum. Þá færist skimunin til opinberra stofnana eftir en Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur sinnt skimunninni í áratugi. Breytinguna má rekja til ákvörðunar heilbrigðisráðherra sem kynnt var í mars 2019 þar sem ósk ráðherra væri að skimanir væru á höndum hins opinbera heilbrigðiskerfis.

Verða leghálsskimanir framvegis hjá heilsugæslunni á meðan Landspítalinn tekur við brjóstaskimunum, klínískum brjóstaskoðunum og leghálsspeglunum. Fyrst um sinn, eða til 1. apríl, verða brjóstaskimanir þó enn framkvæmdar í húsakynnum Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 en starfsemin öll á ábyrgð Landspítalans.

Á myndinni eru þau Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans, og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, við innganginn í Skógarhlíð eftir undirritun samningsins.

Lýstu þau bæði yfir ánægju með að samningurinn væri frágenginn, en hann er nauðsynlegur til að Landspítali geti tekið við verkefninu frá næstu áramótum.

„Krabbameinsfélagið og starfsfólk Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins leggur sig fram um að vinna með stofnunum hins opinbera til að reyna að tryggja að vistaskiptin gangi vel fyrir sig,“ segir Halla og heldur áfram. „Markmiðið er auðvitað að engin röskun verði á skimun fyrir krabbameinum. Við vitum að það getur skipt sköpum fyrir konur í landinu að það náist að greina forstig krabbameina eða krabbameinin á frumstigi. Við hjá Krabbameinsfélaginu vonum að aukin þátttaka kvenna í skimunum á undanförnum árum haldi áfram því reglubundin þátttaka í skimun er lykilatriði í að skimunin skili þeim árangri sem henni er ætlað.“ 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?