Björn Teitsson 3. des. 2020

Brjóstaskoðanir enn um sinn í Skógarhlíð

  • IMG_5687

Landspítali tekur við framkvæmd brjóstaskoðana og skimana en starfið mun fara fram í Skógarhlíð til 1. apríl, í húsakynnum Krabbameinsfélagsins.

Landspítalinn og Krabbameinsfélagið hafa undirritað samning um kaup spítalans á röntgentækjum, ómtækjum og skjáum, auk annarra tækja, sem verða notuð við klínískar brjóstaskoðanir og skimanir fyrir brjóstakrabbameinum. Einnig var undirritað samkomulag þess efnis að Landspítalinn leigir húsnæði og tölvubúnað Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð sem er notaður við brjóstaskimanir og klínískar brjóstaskoðanir til 1. apríl.

Eins og fram hefur komið verða breytingar á fyrirkomulagi brjósta-og leghálsskimana frá næstu áramótum. Þá færist skimunin til opinberra stofnana eftir en Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur sinnt skimunninni í áratugi. Breytinguna má rekja til ákvörðunar heilbrigðisráðherra sem kynnt var í mars 2019 þar sem ósk ráðherra væri að skimanir væru á höndum hins opinbera heilbrigðiskerfis.

Verða leghálsskimanir framvegis hjá heilsugæslunni á meðan Landspítalinn tekur við brjóstaskimunum, klínískum brjóstaskoðunum og leghálsspeglunum. Fyrst um sinn, eða til 1. apríl, verða brjóstaskimanir þó enn framkvæmdar í húsakynnum Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 en starfsemin öll á ábyrgð Landspítalans.

Á myndinni eru þau Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans, og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, við innganginn í Skógarhlíð eftir undirritun samningsins.

Lýstu þau bæði yfir ánægju með að samningurinn væri frágenginn, en hann er nauðsynlegur til að Landspítali geti tekið við verkefninu frá næstu áramótum.

„Krabbameinsfélagið og starfsfólk Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins leggur sig fram um að vinna með stofnunum hins opinbera til að reyna að tryggja að vistaskiptin gangi vel fyrir sig,“ segir Halla og heldur áfram. „Markmiðið er auðvitað að engin röskun verði á skimun fyrir krabbameinum. Við vitum að það getur skipt sköpum fyrir konur í landinu að það náist að greina forstig krabbameina eða krabbameinin á frumstigi. Við hjá Krabbameinsfélaginu vonum að aukin þátttaka kvenna í skimunum á undanförnum árum haldi áfram því reglubundin þátttaka í skimun er lykilatriði í að skimunin skili þeim árangri sem henni er ætlað.“ 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?