Björn Teitsson 3. des. 2020

Brjóstaskoðanir enn um sinn í Skógarhlíð

  • IMG_5687

Landspítali tekur við framkvæmd brjóstaskoðana og skimana en starfið mun fara fram í Skógarhlíð til 1. apríl, í húsakynnum Krabbameinsfélagsins.

Landspítalinn og Krabbameinsfélagið hafa undirritað samning um kaup spítalans á röntgentækjum, ómtækjum og skjáum, auk annarra tækja, sem verða notuð við klínískar brjóstaskoðanir og skimanir fyrir brjóstakrabbameinum. Einnig var undirritað samkomulag þess efnis að Landspítalinn leigir húsnæði og tölvubúnað Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð sem er notaður við brjóstaskimanir og klínískar brjóstaskoðanir til 1. apríl.

Eins og fram hefur komið verða breytingar á fyrirkomulagi brjósta-og leghálsskimana frá næstu áramótum. Þá færist skimunin til opinberra stofnana eftir en Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur sinnt skimunninni í áratugi. Breytinguna má rekja til ákvörðunar heilbrigðisráðherra sem kynnt var í mars 2019 þar sem ósk ráðherra væri að skimanir væru á höndum hins opinbera heilbrigðiskerfis.

Verða leghálsskimanir framvegis hjá heilsugæslunni á meðan Landspítalinn tekur við brjóstaskimunum, klínískum brjóstaskoðunum og leghálsspeglunum. Fyrst um sinn, eða til 1. apríl, verða brjóstaskimanir þó enn framkvæmdar í húsakynnum Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 en starfsemin öll á ábyrgð Landspítalans.

Á myndinni eru þau Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans, og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, við innganginn í Skógarhlíð eftir undirritun samningsins.

Lýstu þau bæði yfir ánægju með að samningurinn væri frágenginn, en hann er nauðsynlegur til að Landspítali geti tekið við verkefninu frá næstu áramótum.

„Krabbameinsfélagið og starfsfólk Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins leggur sig fram um að vinna með stofnunum hins opinbera til að reyna að tryggja að vistaskiptin gangi vel fyrir sig,“ segir Halla og heldur áfram. „Markmiðið er auðvitað að engin röskun verði á skimun fyrir krabbameinum. Við vitum að það getur skipt sköpum fyrir konur í landinu að það náist að greina forstig krabbameina eða krabbameinin á frumstigi. Við hjá Krabbameinsfélaginu vonum að aukin þátttaka kvenna í skimunum á undanförnum árum haldi áfram því reglubundin þátttaka í skimun er lykilatriði í að skimunin skili þeim árangri sem henni er ætlað.“ 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?