Guðmundur Pálsson 30. jan. 2020

Brjósta­krabba­mein: Fram­farir í meðferð

Mánudaginn 27. janúar héldu Brjóstaheill – Samhjálp kvenna og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins opinn fund fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.

Fjöldi reynslumikilla kvenna mætti á fundinn sem haldinn var í Ráðgjafarþjónustu félagsins. Þau Agnes Smáradóttir og Helgi Sigurðsson krabbameinslæknar voru á staðnum ásamt Þórunni Sævarsdóttur deildastjóra göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga, hjúkrunarfræðingunum Kristjönu Sæberg Júlíusdóttur og Ragnheiði Kr. Þorkelsdóttur úr brjóstameðferðarteymi Landspítala og Hildi Helgadóttur forstöðumanni krabbameinsþjónustu á Landspítala.

Fjölmargar konur nýttu sér þetta tækifæri og ræddu ýmis mál tengd brjóstakrabbameini og fræddust um framfarir í meðferð við meininu. Kynntar voru breytingar sem hafa átt sér stað á undanförunum árum og á fundinum skapaðist tækifæri til að ræða um eftirlit og aðstöðu krabbameinssjúklinga í meðferðum sínum.

„Fundurinn var vel heppnaður og við stefnum á að bjóða upp á sambærilega fundi reglulega. Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst tækifæri til að staldra við í dagsins önn, setjast niður með jafningjum og eiga möguleika á að ræða við sérfræðinga í krabbameinslækningum í afslöppuðu andrúmslofti þar sem ekkert utanaðkomandi truflar,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að halda slíka rabbfundi reglulega. Gott og upplýst samtal þeirra á milli og við sérfræðinga hafi svarað mörgum spurningum og meðal annars dregið úr óvissu.


Fleiri nýjar fréttir

7. apr. 2020 : Takk hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

Á alþjóðaheilbrigðisdaginn þakkar Krabbameinsfélagið hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum fyrir þeirra mikilvæga framlag í baráttunni gegn krabbameinum. 

Lesa meira

6. apr. 2020 : Blóðskimun til bjargar

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli. Ef hægt er að greina forstig krabbameina eða meinin á byrjunarstigi aukast líkur á að koma megi í veg fyrir þau eða lækna þau.

Lesa meira

31. mar. 2020 : Stórt framfaraskref í þjónustu við krabbameinssjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

28. mar. 2020 : Mottumars snýst um karla og krabbamein

Verum ávallt vakandi fyrir einkennum krabbameina eins og segir í Mottumarslaginu í ár ættu karlmenn að „tékka á sér“ og vera vakandi fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum sem geta verið vísbendingar um krabbamein.

Lesa meira

26. mar. 2020 : Heimildarmyndin: Lífið er núna

Rúv sýndi þann 26. mars heimildarmyndina Lífið er núna sem framleidd var í tilefni þess að Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2019.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?