Guðmundur Pálsson 30. jan. 2020

Brjósta­krabba­mein: Fram­farir í meðferð

Mánudaginn 27. janúar héldu Brjóstaheill – Samhjálp kvenna og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins opinn fund fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.

Fjöldi reynslumikilla kvenna mætti á fundinn sem haldinn var í Ráðgjafarþjónustu félagsins. Þau Agnes Smáradóttir og Helgi Sigurðsson krabbameinslæknar voru á staðnum ásamt Þórunni Sævarsdóttur deildastjóra göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga, hjúkrunarfræðingunum Kristjönu Sæberg Júlíusdóttur og Ragnheiði Kr. Þorkelsdóttur úr brjóstameðferðarteymi Landspítala og Hildi Helgadóttur forstöðumanni krabbameinsþjónustu á Landspítala.

Fjölmargar konur nýttu sér þetta tækifæri og ræddu ýmis mál tengd brjóstakrabbameini og fræddust um framfarir í meðferð við meininu. Kynntar voru breytingar sem hafa átt sér stað á undanförunum árum og á fundinum skapaðist tækifæri til að ræða um eftirlit og aðstöðu krabbameinssjúklinga í meðferðum sínum.

„Fundurinn var vel heppnaður og við stefnum á að bjóða upp á sambærilega fundi reglulega. Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst tækifæri til að staldra við í dagsins önn, setjast niður með jafningjum og eiga möguleika á að ræða við sérfræðinga í krabbameinslækningum í afslöppuðu andrúmslofti þar sem ekkert utanaðkomandi truflar,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að halda slíka rabbfundi reglulega. Gott og upplýst samtal þeirra á milli og við sérfræðinga hafi svarað mörgum spurningum og meðal annars dregið úr óvissu.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?