Ása Sigríður Þórisdóttir 18. sep. 2020

Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október. Þúsund þakkir TVG-Zimsen.

Tólfta árið í röð styður TVG-Zimsen Bleiku slaufuna með því að flytja slaufurnar án endurgjalds til landsins frá Hong Kong sem gerir félaginu kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki.

Elísa Dögg Björnsdóttir framkvæmdastjóri TVG-Zimsen kom færandi hendi í morgun og afhenti Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins kassana með Bleiku slaufunum.

„TVG-Zimsen flytja ekki bara með Bleiku slaufurnar til landsins heldur dreifa þeim einnig til fjölda söluaðila um landið án endurgjalds. Kærar þakkir TVG-Zimsen. Við erum afar stolt og glöð yfir að eiga slíka bakhjarla” sagði Halla í dag þegar hún tók við sendingunni frá Elísu Dögg.

  • Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október.

Fleiri nýjar fréttir

23. okt. 2020 : Málþing: Brjósta­krabba­mein - fordæma­lausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

23. okt. 2020 : Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Lesa meira

21. okt. 2020 : Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?