Ása Sigríður Þórisdóttir 15. okt. 2021

Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

„Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið“ segir Ólöf Jakobína verslunarstjóri Bleiku búðar Krabbameinsfélagsins.

„Í dag er síðasti söludagur Bleiku slaufunnar svo við hvetjum þá sem enn eiga eftir að ná sér í slaufu til að drífa í því. Slaufan hefur selst mjög vel svo því miður er ekki hægt að fullyrða að hún sé fáanleg á öllum sölustöðum en víða er eitthvað til. Við þekkjum öll konur sem fengið hafa krabbamein og við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum ítrekað af því hve dýrmætt fólki finnst að geta keypt slaufuna og sýnt stuðning sinn í verki. Fyrir það erum við auðvitað mjög þakklát því starfsemi félagsins byggir á söfnunarfé eins og úr Bleiku slaufunni“ segir Halla.

Hjá okkur í Krabbameinsfélaginu verður sannarlega Bleik stemmning og við hvetjum auðvitað alla til að taka þátt í gleðinni, sýna stuðning og senda okkur „bleikar“ myndir sem við birtum og miðlum þannig stemningunni sem er í gangi. Við tökum við myndum í gegnum bleikaslaufan@krabb.is #Bleikaslaufan

eginmál


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?