Sigurlaug Gissurardóttir 10. maí 2016

Bleikar heyrúllur á öll tún í sumar

Bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts efla vitund um brjóstakrabbamein og styrkja Krabbameinsfélagið til endurnýjunar tækja. 

Í sumar munu bleikar heyrúllur skreyta tún bænda um allt land í fyrsta sinn. Þetta uppátæki tengist átaki bænda, dreifingaraðila og framleiðanda heyrúlluplasts um að minna á árvekni um brjóstakrabbamein og styrkja málefnið á sama tíma. Framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, leggja hver fram andvirði um 1 EUR hver eða samtals 425 krónur af hverri seldri bleikri plastrúllu sem hver dugar á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Andvirði söfnunarfjár átaksins mun ganga til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Upprunalega hugmyndin er frá viðskiptavini framleiðanda heyrúlluplastsins, Trioplast, á Nýja Sjálandi sem bað um bleikt rúlluplast til að minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerðar tilraunir með bleika litinn og tryggt að hann standist ítrustu kröfur bænda. Nú þegar hafa bleikar heyrúllur hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi og fjölda annarra landa og vakið mikla athygli.

Pink-bales

Þátttakendur

Framleiðandi heyrúlluplastsins er Trioplast en fyrirtækið er sænskt og hafa vörur félagsins verið til sölu á Íslandi í meira en 20 ár. Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf. hefur umsjón með verkefninu. Dreifingaraðilar eru Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal.  Bændur geta allir tekið þátt með því að nálgast bleikt heyrúlluplast hjá dreifingaraðilum.

Myndasamkeppni

Merktu þína mynd #bleikrulla  Í tilefni af þessu skemmtilega frumkvæði bænda og dreifingaraðila verður haldin myndasamkeppni á Instagram um skemmtilegustu og frumlegustu myndirnar. Öllum er velkomið að taka þátt og vekja athygli á mikilvægu málefni.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum.

Um 200 konur greinast á hverju ári og ein af hverjum níu fær brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á byrjunarstigum með skipulagðri leit. Allar konur á aldrinum frá 40 til 69 ára fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að mæta í leit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands í síma 663 9995.

https://youtu.be/7ud_TZ90J4g

Dreifingaraðilar:

Björn M. Svavarsson
Aðstoðar-verslunarstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga svf.
GSM 825 4626

Hólmgeir Karlsson
Framkvæmdastjóri Bústólpa
GSM 893 9750

Elias Hartmann Hreinsson
Deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands GSM 898 0824 

Reimar Marteinsson
Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur Húnvetninga
GSM 894 9939

Margrét Katrín Guðnadóttir
Dýralæknir / Verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga
GSM 898 0034 

Jón Eðvald HalldórssonKaupfélagsstjóri
Kaupfélags Steingrímsfjarðar
GSM: 862 8735

Karl Ingi Karlsson
KM þjónustan Búðardal
GSM: 895 6677


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?