Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2018

Bleika slaufan komin í forsölu

Það er ávallt gleðistund þegar Bleika slaufan er afhjúpuð, en þangað til hvílir leynd yfir hönnun hennar. Þú getur tryggt þér eintak í forsölu og fengið Bleiku slaufuna senda heim.

Næstkomandi föstudag kl 17 verður Bleika slaufan 2018 afhjúpuð í Kringlunni, en þá opnar Krabbameinsfélagið einnig glæsilega ljósmyndasýningu. Forsala Bleiku slaufunnar hófst í vefverslun okkar í dag og þeir sem nýta sér tækifærið og kaupa hana á vef Krabbameinsfélagsins fá hana senda heim með póstinum. Verð slaufunnar er 2.500 krónur.

Leynd hvílir yfir Bleiku slaufunni þar til hún er afhjúpuð í upphafi átaksins ár hvert. Hönnuður hennar í ár er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, en hann sigraði í samkeppni Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar 2018. Bleika slaufan 2018 táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein.

Krabbameinsfélagið býður landsmönnum öllum á ljósmyndasýningu sem sýnd verður samtímis á fjórum stöðum á landinu. Sýningin BLEIK byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Ásta Kristjánsdóttir, ljósmyndari, Sigríður Sólan, blaðamaður, Sóley Ástudóttir, förðunarfræðingur og Anna Clausen, stílisti, eiga veg og vanda að sýningunni sem stendur út októbermánuð í Kringlunni í Reykjavík, á Glerártorgi á Akureyri, í Krónunni á Selfossi og í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Smelltu hér til að kaupa Bleiku slaufuna í forsölu. 

Þú getur líka fylgst með okkur á Facebook .


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?