Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2018

Bleika slaufan komin í forsölu

Það er ávallt gleðistund þegar Bleika slaufan er afhjúpuð, en þangað til hvílir leynd yfir hönnun hennar. Þú getur tryggt þér eintak í forsölu og fengið Bleiku slaufuna senda heim.

Næstkomandi föstudag kl 17 verður Bleika slaufan 2018 afhjúpuð í Kringlunni, en þá opnar Krabbameinsfélagið einnig glæsilega ljósmyndasýningu. Forsala Bleiku slaufunnar hófst í vefverslun okkar í dag og þeir sem nýta sér tækifærið og kaupa hana á vef Krabbameinsfélagsins fá hana senda heim með póstinum. Verð slaufunnar er 2.500 krónur.

Leynd hvílir yfir Bleiku slaufunni þar til hún er afhjúpuð í upphafi átaksins ár hvert. Hönnuður hennar í ár er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari, en hann sigraði í samkeppni Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar 2018. Bleika slaufan 2018 táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein.

Krabbameinsfélagið býður landsmönnum öllum á ljósmyndasýningu sem sýnd verður samtímis á fjórum stöðum á landinu. Sýningin BLEIK byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Ásta Kristjánsdóttir, ljósmyndari, Sigríður Sólan, blaðamaður, Sóley Ástudóttir, förðunarfræðingur og Anna Clausen, stílisti, eiga veg og vanda að sýningunni sem stendur út októbermánuð í Kringlunni í Reykjavík, á Glerártorgi á Akureyri, í Krónunni á Selfossi og í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Smelltu hér til að kaupa Bleiku slaufuna í forsölu. 

Þú getur líka fylgst með okkur á Facebook .


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?