Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. sep. 2019

Bleika slaufan 2019 komin í hús

Það var ánægjulegur dagur í Skógarhlíðinni í dag þegar TVG-Zimsen kom með Bleiku slaufuna í hús, tíunda árið í röð. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, tók við fyrstu slaufuprýddu kössunum frá Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Fyrirtækið flutti slaufuna frá Hong Kong án endurgalds eins og þau hafa gert undanfarinn áratug og gera félaginu þannig kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki. 

„Ekki nóg með þennan mikilvæga stuðning að koma slaufunni til landsins, heldur í  ár bæta þau um betur og dreifa slaufunni innanlands til um 200 sölustaða án nokkurs kostnaðar. Félagið kann ykkur bestu þakkir fyrir dýrmætt samstarf,“ sagði Halla í dag þegar hún tók við sendingunni af Birni.

Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október, en átakið hefst formlega með Bleika bíóinu í Háskólabíó þann sama dag og hvetur félagið konur til að taka þátt í bleikri bíóstemningu. Miði á bíóið og Bleika slaufan eru seld saman hér.

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?