Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. sep. 2019

Bleika slaufan 2019 komin í hús

Það var ánægjulegur dagur í Skógarhlíðinni í dag þegar TVG-Zimsen kom með Bleiku slaufuna í hús, tíunda árið í röð. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, tók við fyrstu slaufuprýddu kössunum frá Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Fyrirtækið flutti slaufuna frá Hong Kong án endurgalds eins og þau hafa gert undanfarinn áratug og gera félaginu þannig kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki. 

„Ekki nóg með þennan mikilvæga stuðning að koma slaufunni til landsins, heldur í  ár bæta þau um betur og dreifa slaufunni innanlands til um 200 sölustaða án nokkurs kostnaðar. Félagið kann ykkur bestu þakkir fyrir dýrmætt samstarf,“ sagði Halla í dag þegar hún tók við sendingunni af Birni.

Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október, en átakið hefst formlega með Bleika bíóinu í Háskólabíó þann sama dag og hvetur félagið konur til að taka þátt í bleikri bíóstemningu. Miði á bíóið og Bleika slaufan eru seld saman hér.

 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?