Björn Teitsson 30. des. 2020

Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins

  • CRL_5536_1609328207363

Vísindasjóður hefur veitt 227 milljónum króna í íslenskar rannsóknir á krabbameinum frá stofnun hans árið 2015. Bláa Lónið hefur verið einn helsti styrktaraðili sjóðsins frá upphafi. 

Í ár líkt og fyrri ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélag Íslands bæði með þátttöku í Mottumars og Bleikum október. Í ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Í ár söfnuðust 2.202.000 krónur og hefur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins frá árinu 2015.

Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins skipta miklu máli í að fjármagna rannsóknir og þróun á krabbameini og því um gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefniað ræða.

„Það er okkur alltaf sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

„Stuðningur Bláa Lónsins hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina. Við höfum séð mikinn vöxt umsókna um styrki í sjóðinn og fögnum því þessum stuðningi sem gerir okkur kleift að styrkja fleiri rannsóknir, enda þær drifkrafturinn í að ná enn betri árangri varðandi krabbamein á Íslandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Frá fyrstu úthlutun Vísindasjóðs hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 milljónir króna og hefur Bláa Lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Nánari upplýsingar veitir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfsmaður Vísindasjóðs, birna@krabb.is

Meðfylgjandi er mynd af Grími Sæmundssen, forstjóra Bláa lónsins, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins. Mynd: Cindy Rún Li. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?