Björn Teitsson 30. des. 2020

Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins

  • CRL_5536_1609328207363

Vísindasjóður hefur veitt 227 milljónum króna í íslenskar rannsóknir á krabbameinum frá stofnun hans árið 2015. Bláa Lónið hefur verið einn helsti styrktaraðili sjóðsins frá upphafi. 

Í ár líkt og fyrri ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélag Íslands bæði með þátttöku í Mottumars og Bleikum október. Í ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Í ár söfnuðust 2.202.000 krónur og hefur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins frá árinu 2015.

Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins skipta miklu máli í að fjármagna rannsóknir og þróun á krabbameini og því um gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefniað ræða.

„Það er okkur alltaf sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

„Stuðningur Bláa Lónsins hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina. Við höfum séð mikinn vöxt umsókna um styrki í sjóðinn og fögnum því þessum stuðningi sem gerir okkur kleift að styrkja fleiri rannsóknir, enda þær drifkrafturinn í að ná enn betri árangri varðandi krabbamein á Íslandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Frá fyrstu úthlutun Vísindasjóðs hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 milljónir króna og hefur Bláa Lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Nánari upplýsingar veitir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfsmaður Vísindasjóðs, birna@krabb.is

Meðfylgjandi er mynd af Grími Sæmundssen, forstjóra Bláa lónsins, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins. Mynd: Cindy Rún Li. 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?