Björn Teitsson 30. des. 2020

Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins

  • CRL_5536_1609328207363

Vísindasjóður hefur veitt 227 milljónum króna í íslenskar rannsóknir á krabbameinum frá stofnun hans árið 2015. Bláa Lónið hefur verið einn helsti styrktaraðili sjóðsins frá upphafi. 

Í ár líkt og fyrri ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélag Íslands bæði með þátttöku í Mottumars og Bleikum október. Í ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Í ár söfnuðust 2.202.000 krónur og hefur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins frá árinu 2015.

Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins skipta miklu máli í að fjármagna rannsóknir og þróun á krabbameini og því um gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefniað ræða.

„Það er okkur alltaf sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

„Stuðningur Bláa Lónsins hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina. Við höfum séð mikinn vöxt umsókna um styrki í sjóðinn og fögnum því þessum stuðningi sem gerir okkur kleift að styrkja fleiri rannsóknir, enda þær drifkrafturinn í að ná enn betri árangri varðandi krabbamein á Íslandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Frá fyrstu úthlutun Vísindasjóðs hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 milljónir króna og hefur Bláa Lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Nánari upplýsingar veitir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfsmaður Vísindasjóðs, birna@krabb.is

Meðfylgjandi er mynd af Grími Sæmundssen, forstjóra Bláa lónsins, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins. Mynd: Cindy Rún Li. 


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?