Björn Teitsson 30. des. 2020

Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins

  • CRL_5536_1609328207363

Vísindasjóður hefur veitt 227 milljónum króna í íslenskar rannsóknir á krabbameinum frá stofnun hans árið 2015. Bláa Lónið hefur verið einn helsti styrktaraðili sjóðsins frá upphafi. 

Í ár líkt og fyrri ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélag Íslands bæði með þátttöku í Mottumars og Bleikum október. Í ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Í ár söfnuðust 2.202.000 krónur og hefur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins frá árinu 2015.

Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins skipta miklu máli í að fjármagna rannsóknir og þróun á krabbameini og því um gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefniað ræða.

„Það er okkur alltaf sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

„Stuðningur Bláa Lónsins hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina. Við höfum séð mikinn vöxt umsókna um styrki í sjóðinn og fögnum því þessum stuðningi sem gerir okkur kleift að styrkja fleiri rannsóknir, enda þær drifkrafturinn í að ná enn betri árangri varðandi krabbamein á Íslandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga. Frá fyrstu úthlutun Vísindasjóðs hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 milljónir króna og hefur Bláa Lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Nánari upplýsingar veitir Birna Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfsmaður Vísindasjóðs, birna@krabb.is

Meðfylgjandi er mynd af Grími Sæmundssen, forstjóra Bláa lónsins, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins. Mynd: Cindy Rún Li. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?