Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jan. 2023

Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Að þessu sinni söfnuðust 4.300.000 króna og hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, afhent Krabbameinsfélaginu þá upphæð. Bláa Lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins allt frá árinu 2015.

„Átaksverkefni Krabbameinsfélagsins eru mikilvæg samfélagsverkefni sem við hjá Bláa Lóninu erum stolt af að taka þátt í. Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda mikilvægt að styðja við og efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utanum um þær,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa Lónsins.

„Stuðningur Bláa Lónsins hefur verið okkur mjög mikilvægur. Stuðningurinn gerir okkur kleift að styðja við enn fleiri rannsóknir til að ná sem mestum árangri í baráttunni við krabbamein á Íslandi.“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

Um Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins:

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá 2017-2022, veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 rannsókna og hefur Bláa Lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015.

Meðfylgjandi er mynd af Helgu Árnadóttur, framkvædastjóra hjá Bláa Lóninu og Árna Reyni Alfredssyni, forstöðumanni fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

  • Nánari upplýsingar um sjóðinn og rannsóknirnar sem styrktar hafa verið má nálgast hér

Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?