Guðmundur Pálsson 25. sep. 2019

Bíókvöld Bleiku slaufunnar fær frábærar viðtökur!

Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2019 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói þriðjudaginn 1. október.

Sérstök sýning á kvikmyndinni DOWNTON ABBEY verður í aðalsal Háskólabíós til að fagna komu Bleiku slaufunnar 2019.

Bleik stemning verður í anddyri frá klukkan 19:00, þar sem samstarfsaðilar kynna bleikar vörur og sýning hefst kl 20:00 með stuttri dagskrá.

Aðgangseyrir er aðeins kr. 3.500 og innifalið er bleik stemmning frá kl. 19:00, miði á sýninguna, létt dagskrá og sjálf Bleika slaufan 2019 sem að þessu sinni er glæsilegt hálsmen úr smiðju Guðbjargar Kristínar Ingvarsdóttir, skartgripahönnuði í Aurum Bankastræti.

Kynnar kvöldsins eru leikkonurnar stórskemmtilegu Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir.

Mætum allar og skemmtum okkur konunglega!

Styrktaraðilar Bleika bíósins eru Háskólabíó, Sena og Myndform. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. 

Gudbjorg_og_slaufan

 


Fleiri nýjar fréttir

Karlahlaup 2020

26. feb. 2020 : Hreyfing skiptir máli

Karlahlaupið hentar öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Lesa meira

26. feb. 2020 : Af hverju hreyfing í Mottumars?

Nú styttist í Mottumars, árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum.

Lesa meira

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?