Guðmundur Pálsson 25. sep. 2019

Bíókvöld Bleiku slaufunnar fær frábærar viðtökur!

Til að marka upphaf Bleiku slaufunnar 2019 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói þriðjudaginn 1. október.

Sérstök sýning á kvikmyndinni DOWNTON ABBEY verður í aðalsal Háskólabíós til að fagna komu Bleiku slaufunnar 2019.

Bleik stemning verður í anddyri frá klukkan 19:00, þar sem samstarfsaðilar kynna bleikar vörur og sýning hefst kl 20:00 með stuttri dagskrá.

Aðgangseyrir er aðeins kr. 3.500 og innifalið er bleik stemmning frá kl. 19:00, miði á sýninguna, létt dagskrá og sjálf Bleika slaufan 2019 sem að þessu sinni er glæsilegt hálsmen úr smiðju Guðbjargar Kristínar Ingvarsdóttir, skartgripahönnuði í Aurum Bankastræti.

Kynnar kvöldsins eru leikkonurnar stórskemmtilegu Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir.

Mætum allar og skemmtum okkur konunglega!

Styrktaraðilar Bleika bíósins eru Háskólabíó, Sena og Myndform. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. 

Gudbjorg_og_slaufan

 


Fleiri nýjar fréttir

17. okt. 2019 : Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

11. okt. 2019 : Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 15. október

Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

10. okt. 2019 : Bleika slaufan nánast uppseld og Bleiki dagurinn er á morgun

Örfá eintök eru eftir af Bleiku slaufunni 2019 hjá Krabbameinsfélaginu en mikil eftirspurn hefur verið eftir slaufunni í ár. Enn er þó hægt að fá slaufur hjá einhverjum söluaðilum víða um land.

Lesa meira

30. sep. 2019 : Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?