Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 7. feb. 2017

Baráttan gegn krabba­meinum ber árangur

Nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina lækka

Í stað stöðugrar hækkunar eins og áður var, hafa líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein lækkað síðustu árin og sama gildir um dánartíðni á hverja 100.000 íbúa.

ArlegtMyndin sýnir breytingar á nýgengi og dánartíðni fyrir öll krabbamein saman, skipt eftir kynjum. Með aldursstöðlun hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og eru tölurnar sýndar sem fimm ára hlaupandi meðaltöl.

Orsakir þessarar jákvæðu þróunar eru margvíslegar og má þar nefna forvarnir gegn reykingum, heilsusamlegra mataræði, skipulega leit að krabbameinum á byrjunarstigum og miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga. 

Vegna hækkandi meðalaldurs og fólksfjölgunar fjölgar einstaklingum sem greinast

Nú greinast árlega um 1.500 manns með krabbamein, en spáð er að eftir 15 ár muni greinast árlega um 400 manns til viðbótar, sem er hátt í 30% aukning.

Því mun álagið á heilbrigðiskerfið vegna krabbameina aukast jafnt og þétt þrátt fyrir að líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein séu farnar að lækka. Ástæðan er fjölgun Íslendinga og hækkandi meðalaldur, en líkur á að fá krabbamein aukast með aldrinum.

Arlegurfjoldinyrratilfella

Horfur batna stöðugt

Í árslok 2015 voru á lífi tæplega fjórtánþúsund einstaklingar sem greinst höfðu með krabbamein; um 6.200 karlar og 7.800 konur.

Fyrir fimmtíu árum létust 50%-70% nýgreindra einstaklinga innan fimm ára en nú lifa tveir af hverjum þremur í að minnsta kosti fimm ár og meiri hlutinn læknast. Enn eru horfur að batna, t.d. hækkaði hlutfall þeirra sem lifðu eftir að hafa greinst með krabbamein um 13 prósentustig hjá konum og 15 prósentustig hjá körlum á síðustu fimmtán árum.

Hlutfall

Helstu krabbamein, árlegur meðaltalsfjöldi síðustu fimm ár

 Konur Fjöldi 
 Brjóstakrabbamein 208
 Lungnakrabbamein 93
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 72 
 Húðmein, önnur en sortuæxli 49
 Krabbamein í legi 33

 

 Karlar Fjöldi 
 Blöðruhálskirtilskrabbamein 208
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 83
 Lungnakrabbamein 82
 Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru 63
 Húðmein, önnur en sortuæxli 52

Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands í síma 690 3766 (laufeyt@krabb.is).


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?