Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 7. feb. 2017

Baráttan gegn krabba­meinum ber árangur

Nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina lækka

Í stað stöðugrar hækkunar eins og áður var, hafa líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein lækkað síðustu árin og sama gildir um dánartíðni á hverja 100.000 íbúa.

ArlegtMyndin sýnir breytingar á nýgengi og dánartíðni fyrir öll krabbamein saman, skipt eftir kynjum. Með aldursstöðlun hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og eru tölurnar sýndar sem fimm ára hlaupandi meðaltöl.

Orsakir þessarar jákvæðu þróunar eru margvíslegar og má þar nefna forvarnir gegn reykingum, heilsusamlegra mataræði, skipulega leit að krabbameinum á byrjunarstigum og miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga. 

Vegna hækkandi meðalaldurs og fólksfjölgunar fjölgar einstaklingum sem greinast

Nú greinast árlega um 1.500 manns með krabbamein, en spáð er að eftir 15 ár muni greinast árlega um 400 manns til viðbótar, sem er hátt í 30% aukning.

Því mun álagið á heilbrigðiskerfið vegna krabbameina aukast jafnt og þétt þrátt fyrir að líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein séu farnar að lækka. Ástæðan er fjölgun Íslendinga og hækkandi meðalaldur, en líkur á að fá krabbamein aukast með aldrinum.

Arlegurfjoldinyrratilfella

Horfur batna stöðugt

Í árslok 2015 voru á lífi tæplega fjórtánþúsund einstaklingar sem greinst höfðu með krabbamein; um 6.200 karlar og 7.800 konur.

Fyrir fimmtíu árum létust 50%-70% nýgreindra einstaklinga innan fimm ára en nú lifa tveir af hverjum þremur í að minnsta kosti fimm ár og meiri hlutinn læknast. Enn eru horfur að batna, t.d. hækkaði hlutfall þeirra sem lifðu eftir að hafa greinst með krabbamein um 13 prósentustig hjá konum og 15 prósentustig hjá körlum á síðustu fimmtán árum.

Hlutfall

Helstu krabbamein, árlegur meðaltalsfjöldi síðustu fimm ár

 Konur Fjöldi 
 Brjóstakrabbamein 208
 Lungnakrabbamein 93
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 72 
 Húðmein, önnur en sortuæxli 49
 Krabbamein í legi 33

 

 Karlar Fjöldi 
 Blöðruhálskirtilskrabbamein 208
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 83
 Lungnakrabbamein 82
 Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru 63
 Húðmein, önnur en sortuæxli 52

Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands í síma 690 3766 (laufeyt@krabb.is).


Fleiri nýjar fréttir

16. júl. 2021 : Ný dagdeild blóð- og krabbameinslækninga er nauðsyn!

Krabbameinsfélagið vill leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu eins fljótt og auðið er. Félagið er tilbúið að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala.

Lesa meira

7. júl. 2021 : Hvetja alla til að nýta sér ráðgjöfina

„Við upplifðum þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er".

Lesa meira
MAGNUS

2. júl. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Lesa meira

1. júl. 2021 : Sumaropnun Ráðgjafarþjónustunnar

Breyting á opnunartíma hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum. Opið í allt sumar í Skógarhlíðinni!

Lesa meira
Ravi-1

1. júl. 2021 : Orðinn sérfræðingur í að matreiða íslenskan fisk

Ravi Dhawan hefur dvalið í Reykjavík í mánuð og stundað starfsnám hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins. Hann er hæstánægður með reynsluna og ætlar að snúa aftur til Íslands með foreldrum sínum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?