Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 7. feb. 2017

Baráttan gegn krabba­meinum ber árangur

Nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina lækka

Í stað stöðugrar hækkunar eins og áður var, hafa líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein lækkað síðustu árin og sama gildir um dánartíðni á hverja 100.000 íbúa.

ArlegtMyndin sýnir breytingar á nýgengi og dánartíðni fyrir öll krabbamein saman, skipt eftir kynjum. Með aldursstöðlun hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og eru tölurnar sýndar sem fimm ára hlaupandi meðaltöl.

Orsakir þessarar jákvæðu þróunar eru margvíslegar og má þar nefna forvarnir gegn reykingum, heilsusamlegra mataræði, skipulega leit að krabbameinum á byrjunarstigum og miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga. 

Vegna hækkandi meðalaldurs og fólksfjölgunar fjölgar einstaklingum sem greinast

Nú greinast árlega um 1.500 manns með krabbamein, en spáð er að eftir 15 ár muni greinast árlega um 400 manns til viðbótar, sem er hátt í 30% aukning.

Því mun álagið á heilbrigðiskerfið vegna krabbameina aukast jafnt og þétt þrátt fyrir að líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein séu farnar að lækka. Ástæðan er fjölgun Íslendinga og hækkandi meðalaldur, en líkur á að fá krabbamein aukast með aldrinum.

Arlegurfjoldinyrratilfella

Horfur batna stöðugt

Í árslok 2015 voru á lífi tæplega fjórtánþúsund einstaklingar sem greinst höfðu með krabbamein; um 6.200 karlar og 7.800 konur.

Fyrir fimmtíu árum létust 50%-70% nýgreindra einstaklinga innan fimm ára en nú lifa tveir af hverjum þremur í að minnsta kosti fimm ár og meiri hlutinn læknast. Enn eru horfur að batna, t.d. hækkaði hlutfall þeirra sem lifðu eftir að hafa greinst með krabbamein um 13 prósentustig hjá konum og 15 prósentustig hjá körlum á síðustu fimmtán árum.

Hlutfall

Helstu krabbamein, árlegur meðaltalsfjöldi síðustu fimm ár

 Konur Fjöldi 
 Brjóstakrabbamein 208
 Lungnakrabbamein 93
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 72 
 Húðmein, önnur en sortuæxli 49
 Krabbamein í legi 33

 

 Karlar Fjöldi 
 Blöðruhálskirtilskrabbamein 208
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 83
 Lungnakrabbamein 82
 Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru 63
 Húðmein, önnur en sortuæxli 52

Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands í síma 690 3766 (laufeyt@krabb.is).


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?