Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 7. feb. 2017

Baráttan gegn krabba­meinum ber árangur

Nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina lækka

Í stað stöðugrar hækkunar eins og áður var, hafa líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein lækkað síðustu árin og sama gildir um dánartíðni á hverja 100.000 íbúa.

ArlegtMyndin sýnir breytingar á nýgengi og dánartíðni fyrir öll krabbamein saman, skipt eftir kynjum. Með aldursstöðlun hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og eru tölurnar sýndar sem fimm ára hlaupandi meðaltöl.

Orsakir þessarar jákvæðu þróunar eru margvíslegar og má þar nefna forvarnir gegn reykingum, heilsusamlegra mataræði, skipulega leit að krabbameinum á byrjunarstigum og miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga. 

Vegna hækkandi meðalaldurs og fólksfjölgunar fjölgar einstaklingum sem greinast

Nú greinast árlega um 1.500 manns með krabbamein, en spáð er að eftir 15 ár muni greinast árlega um 400 manns til viðbótar, sem er hátt í 30% aukning.

Því mun álagið á heilbrigðiskerfið vegna krabbameina aukast jafnt og þétt þrátt fyrir að líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein séu farnar að lækka. Ástæðan er fjölgun Íslendinga og hækkandi meðalaldur, en líkur á að fá krabbamein aukast með aldrinum.

Arlegurfjoldinyrratilfella

Horfur batna stöðugt

Í árslok 2015 voru á lífi tæplega fjórtánþúsund einstaklingar sem greinst höfðu með krabbamein; um 6.200 karlar og 7.800 konur.

Fyrir fimmtíu árum létust 50%-70% nýgreindra einstaklinga innan fimm ára en nú lifa tveir af hverjum þremur í að minnsta kosti fimm ár og meiri hlutinn læknast. Enn eru horfur að batna, t.d. hækkaði hlutfall þeirra sem lifðu eftir að hafa greinst með krabbamein um 13 prósentustig hjá konum og 15 prósentustig hjá körlum á síðustu fimmtán árum.

Hlutfall

Helstu krabbamein, árlegur meðaltalsfjöldi síðustu fimm ár

 Konur Fjöldi 
 Brjóstakrabbamein 208
 Lungnakrabbamein 93
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 72 
 Húðmein, önnur en sortuæxli 49
 Krabbamein í legi 33

 

 Karlar Fjöldi 
 Blöðruhálskirtilskrabbamein 208
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 83
 Lungnakrabbamein 82
 Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru 63
 Húðmein, önnur en sortuæxli 52

Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands í síma 690 3766 (laufeyt@krabb.is).


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?