Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 30. maí 2016

"Bara ég hefði aldrei byrjað"

Höfundur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Í dag, á Degi án tóbaks, 31. maí 2016, vear sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“. Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. 

Tóbaksreykingar eru enn meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Milli tvö og þrjú hundruð einstaklingar látast árlega hér á landi af völdum reykinga og ennþá fleiri búa við skert lífsgæði vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Meira en hálf öld er síðan vísindamenn staðfestu að tóbaksreykingar væru hættulegar heilsunni. Sífellt bætast við sjúkdómar sem hægt er að tengja við reykingar svo sem dauðsföll af völdum nýrnabilunar og sýkingar. Þetta er viðbót við margvíslega reykingatengda hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum og mörg krabbamein sem tengjast tóbaksnotkun. Á síðustu áratugum hafa vísindamenn jafnframt sannað að fólk deyr ekki aðeins af völdum eigin reykinga heldur einnig vegna reykinga annarra. Óbeinar reykingar geta orsakað sömu sjúkdóma hjá þeim sem ekki reykja og hjá þeim sem reykja, þó áhættan sé minni.

Mikilvægt er að takmarka alla notkun tóbaks og hvetja til að dregið sé sem mest úr því að fólk noti tóbak í hvaða formi sem er. Mikið hefur dregið úr reykingum á Íslandi á undanförnum árum, ekki síst meðal barna og ungmenna. Þessari þróun þarf að fylgja eftir með því að setja aukinn kraft í að ná til þeirra sem vilja takast á við tóbaksfíkn sína og hætta tóbaksnotkun. Öflugt forvarnastarf er ein hagkvæmasta heilbrigðisaðgerð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklingana sjálfa.

Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Það allra besta er auðvitað að byrja aldrei að reykja. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og bjóða upp á fræðsluerindi í húsi Krabbameinsfélagsins.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?