Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 30. maí 2016

"Bara ég hefði aldrei byrjað"

Höfundur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Í dag, á Degi án tóbaks, 31. maí 2016, vear sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“. Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. 

Tóbaksreykingar eru enn meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Milli tvö og þrjú hundruð einstaklingar látast árlega hér á landi af völdum reykinga og ennþá fleiri búa við skert lífsgæði vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Meira en hálf öld er síðan vísindamenn staðfestu að tóbaksreykingar væru hættulegar heilsunni. Sífellt bætast við sjúkdómar sem hægt er að tengja við reykingar svo sem dauðsföll af völdum nýrnabilunar og sýkingar. Þetta er viðbót við margvíslega reykingatengda hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum og mörg krabbamein sem tengjast tóbaksnotkun. Á síðustu áratugum hafa vísindamenn jafnframt sannað að fólk deyr ekki aðeins af völdum eigin reykinga heldur einnig vegna reykinga annarra. Óbeinar reykingar geta orsakað sömu sjúkdóma hjá þeim sem ekki reykja og hjá þeim sem reykja, þó áhættan sé minni.

Mikilvægt er að takmarka alla notkun tóbaks og hvetja til að dregið sé sem mest úr því að fólk noti tóbak í hvaða formi sem er. Mikið hefur dregið úr reykingum á Íslandi á undanförnum árum, ekki síst meðal barna og ungmenna. Þessari þróun þarf að fylgja eftir með því að setja aukinn kraft í að ná til þeirra sem vilja takast á við tóbaksfíkn sína og hætta tóbaksnotkun. Öflugt forvarnastarf er ein hagkvæmasta heilbrigðisaðgerð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklingana sjálfa.

Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Það allra besta er auðvitað að byrja aldrei að reykja. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og bjóða upp á fræðsluerindi í húsi Krabbameinsfélagsins.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?