Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 30. maí 2016

"Bara ég hefði aldrei byrjað"

Höfundur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Í dag, á Degi án tóbaks, 31. maí 2016, vear sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“. Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. 

Tóbaksreykingar eru enn meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Milli tvö og þrjú hundruð einstaklingar látast árlega hér á landi af völdum reykinga og ennþá fleiri búa við skert lífsgæði vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Meira en hálf öld er síðan vísindamenn staðfestu að tóbaksreykingar væru hættulegar heilsunni. Sífellt bætast við sjúkdómar sem hægt er að tengja við reykingar svo sem dauðsföll af völdum nýrnabilunar og sýkingar. Þetta er viðbót við margvíslega reykingatengda hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum og mörg krabbamein sem tengjast tóbaksnotkun. Á síðustu áratugum hafa vísindamenn jafnframt sannað að fólk deyr ekki aðeins af völdum eigin reykinga heldur einnig vegna reykinga annarra. Óbeinar reykingar geta orsakað sömu sjúkdóma hjá þeim sem ekki reykja og hjá þeim sem reykja, þó áhættan sé minni.

Mikilvægt er að takmarka alla notkun tóbaks og hvetja til að dregið sé sem mest úr því að fólk noti tóbak í hvaða formi sem er. Mikið hefur dregið úr reykingum á Íslandi á undanförnum árum, ekki síst meðal barna og ungmenna. Þessari þróun þarf að fylgja eftir með því að setja aukinn kraft í að ná til þeirra sem vilja takast á við tóbaksfíkn sína og hætta tóbaksnotkun. Öflugt forvarnastarf er ein hagkvæmasta heilbrigðisaðgerð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklingana sjálfa.

Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Það allra besta er auðvitað að byrja aldrei að reykja. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og bjóða upp á fræðsluerindi í húsi Krabbameinsfélagsins.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?