Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 30. maí 2016

"Bara ég hefði aldrei byrjað"

Höfundur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Í dag, á Degi án tóbaks, 31. maí 2016, vear sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“. Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. 

Tóbaksreykingar eru enn meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Milli tvö og þrjú hundruð einstaklingar látast árlega hér á landi af völdum reykinga og ennþá fleiri búa við skert lífsgæði vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Meira en hálf öld er síðan vísindamenn staðfestu að tóbaksreykingar væru hættulegar heilsunni. Sífellt bætast við sjúkdómar sem hægt er að tengja við reykingar svo sem dauðsföll af völdum nýrnabilunar og sýkingar. Þetta er viðbót við margvíslega reykingatengda hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum og mörg krabbamein sem tengjast tóbaksnotkun. Á síðustu áratugum hafa vísindamenn jafnframt sannað að fólk deyr ekki aðeins af völdum eigin reykinga heldur einnig vegna reykinga annarra. Óbeinar reykingar geta orsakað sömu sjúkdóma hjá þeim sem ekki reykja og hjá þeim sem reykja, þó áhættan sé minni.

Mikilvægt er að takmarka alla notkun tóbaks og hvetja til að dregið sé sem mest úr því að fólk noti tóbak í hvaða formi sem er. Mikið hefur dregið úr reykingum á Íslandi á undanförnum árum, ekki síst meðal barna og ungmenna. Þessari þróun þarf að fylgja eftir með því að setja aukinn kraft í að ná til þeirra sem vilja takast á við tóbaksfíkn sína og hætta tóbaksnotkun. Öflugt forvarnastarf er ein hagkvæmasta heilbrigðisaðgerð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklingana sjálfa.

Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Það allra besta er auðvitað að byrja aldrei að reykja. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og bjóða upp á fræðsluerindi í húsi Krabbameinsfélagsins.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

12. des. 2019 : Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?