Björn Teitsson 2. feb. 2021

Aurum styrkir Bleiku slaufuna um 3,6 milljónir króna

  • Aurum-afhending-a-styrk

Ágóði af sölu Bleiku slaufunnar úr gulli og silfri rennur í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Sjóðurinn hefur veitt 227 milljónum í krabbameinsrannsóknir á Íslandi á undanförnum fjórum árum.

Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum afhentu í dag ágóða sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam 3.597.450 kr og seldust bæði gull- og silfurslaufurnar upp enn eitt árið enda einstaklega fallegir skartgripir til styrktar mikilvægu málefni. Allur ágóði rennur til krabbameinsrannsókna á Íslandi.

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, veitti þessari glæsilegu gjöf viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stundað rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rannsóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð.“

Laufey tók á móti styrknum ásamt Birnu Þórisdóttur, sérfræðingi í fræðslu og forvörnum og starfsmanni Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. „Við minnum á að umsóknarfrestur um styrki í Vísindasjóðinn rennur út 2. mars og hvetjum við áhugasama um að kynna sér tilgang sjóðsins og úthlutunarreglur. Með stuðningi frábærra styrktaraðila eins og Guðbjargar og Karls í Aurum hefur sjóðurinn getað styrkt 30 rannsóknir fyrir alls 227 milljónir síðastliðin 4 ár.“

Krabbameinsfélagið þakkar Aurum innilega fyrir stuðninginn.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?