Björn Teitsson 2. feb. 2021

Aurum styrkir Bleiku slaufuna um 3,6 milljónir króna

  • Aurum-afhending-a-styrk

Ágóði af sölu Bleiku slaufunnar úr gulli og silfri rennur í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Sjóðurinn hefur veitt 227 milljónum í krabbameinsrannsóknir á Íslandi á undanförnum fjórum árum.

Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum afhentu í dag ágóða sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam 3.597.450 kr og seldust bæði gull- og silfurslaufurnar upp enn eitt árið enda einstaklega fallegir skartgripir til styrktar mikilvægu málefni. Allur ágóði rennur til krabbameinsrannsókna á Íslandi.

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, veitti þessari glæsilegu gjöf viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stundað rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rannsóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð.“

Laufey tók á móti styrknum ásamt Birnu Þórisdóttur, sérfræðingi í fræðslu og forvörnum og starfsmanni Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. „Við minnum á að umsóknarfrestur um styrki í Vísindasjóðinn rennur út 2. mars og hvetjum við áhugasama um að kynna sér tilgang sjóðsins og úthlutunarreglur. Með stuðningi frábærra styrktaraðila eins og Guðbjargar og Karls í Aurum hefur sjóðurinn getað styrkt 30 rannsóknir fyrir alls 227 milljónir síðastliðin 4 ár.“

Krabbameinsfélagið þakkar Aurum innilega fyrir stuðninginn.


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?