Björn Teitsson 2. feb. 2021

Aurum styrkir Bleiku slaufuna um 3,6 milljónir króna

  • Aurum-afhending-a-styrk

Ágóði af sölu Bleiku slaufunnar úr gulli og silfri rennur í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Sjóðurinn hefur veitt 227 milljónum í krabbameinsrannsóknir á Íslandi á undanförnum fjórum árum.

Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum afhentu í dag ágóða sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam 3.597.450 kr og seldust bæði gull- og silfurslaufurnar upp enn eitt árið enda einstaklega fallegir skartgripir til styrktar mikilvægu málefni. Allur ágóði rennur til krabbameinsrannsókna á Íslandi.

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, veitti þessari glæsilegu gjöf viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stundað rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rannsóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð.“

Laufey tók á móti styrknum ásamt Birnu Þórisdóttur, sérfræðingi í fræðslu og forvörnum og starfsmanni Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. „Við minnum á að umsóknarfrestur um styrki í Vísindasjóðinn rennur út 2. mars og hvetjum við áhugasama um að kynna sér tilgang sjóðsins og úthlutunarreglur. Með stuðningi frábærra styrktaraðila eins og Guðbjargar og Karls í Aurum hefur sjóðurinn getað styrkt 30 rannsóknir fyrir alls 227 milljónir síðastliðin 4 ár.“

Krabbameinsfélagið þakkar Aurum innilega fyrir stuðninginn.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?