Guðmundur Pálsson 21. des. 2019

AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Bleika slaufan 2019 var hönnuð af Guðbjörgu sem kom fram með spennandi nýjung því í fyrsta sinn var Bleika slaufan hálsmen. Þessari nýbreytni vargríðarlega vel tekið og seldust öll þau 35 þúsund eintök sem framleidd voru.

Bleika slaufan 2019 var einnig framleidd í tökmörkuðu magni úr gulli og silfri og voru þær slaufur til sölu hjá AURUM , MEBA, Djúldesign, Gulli og silfri, Gullkúnst og hjá Krabbameinsfélaginu. Alls seldust 237 gull- og silfurslaufur. Ágóði sölunnar var alls kr. 3.064.410 og þá upphæð afhenti Guðbjörg þeim Höllu Þorvaldsdóttur og Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur frá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum.

Þá var framleidd demantsnæla og demantshálsmen úr 14 karata gulli. Þessi gripir eru aðeins til í einu eintaki og eru til sýnis og sölu í verslun AURUM í Bankastræti.

Um leið og við þökkum Guðbjörgu fyrir einstaklega ánægjulegt og farsælt samstarf óskum við henni og manni hennar, Karli J. Jóhannssyni til hamingju með 20 ára afmæli AURUM en fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt glæsilegasta hönnunarmerki landsins. Í tilefni afmælisins hefur verið gefin út sérstök afmælislína, Erika, sem skyld er hönnun Bleiku slaufunnar 2019.

Stuðningur almennings og fyrirtækja mikilvægur
„Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir á endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnarstarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. „Stuðningur almennings og fyrirtækja eins og AURUM er félaginu afar mikilvægur enda fer öll starfsemi félagsins fram fyrir söfnunarfé“. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?