Guðmundur Pálsson 21. des. 2019

AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Bleika slaufan 2019 var hönnuð af Guðbjörgu sem kom fram með spennandi nýjung því í fyrsta sinn var Bleika slaufan hálsmen. Þessari nýbreytni vargríðarlega vel tekið og seldust öll þau 35 þúsund eintök sem framleidd voru.

Bleika slaufan 2019 var einnig framleidd í tökmörkuðu magni úr gulli og silfri og voru þær slaufur til sölu hjá AURUM , MEBA, Djúldesign, Gulli og silfri, Gullkúnst og hjá Krabbameinsfélaginu. Alls seldust 237 gull- og silfurslaufur. Ágóði sölunnar var alls kr. 3.064.410 og þá upphæð afhenti Guðbjörg þeim Höllu Þorvaldsdóttur og Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur frá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum.

Þá var framleidd demantsnæla og demantshálsmen úr 14 karata gulli. Þessi gripir eru aðeins til í einu eintaki og eru til sýnis og sölu í verslun AURUM í Bankastræti.

Um leið og við þökkum Guðbjörgu fyrir einstaklega ánægjulegt og farsælt samstarf óskum við henni og manni hennar, Karli J. Jóhannssyni til hamingju með 20 ára afmæli AURUM en fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt glæsilegasta hönnunarmerki landsins. Í tilefni afmælisins hefur verið gefin út sérstök afmælislína, Erika, sem skyld er hönnun Bleiku slaufunnar 2019.

Stuðningur almennings og fyrirtækja mikilvægur
„Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir á endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnarstarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. „Stuðningur almennings og fyrirtækja eins og AURUM er félaginu afar mikilvægur enda fer öll starfsemi félagsins fram fyrir söfnunarfé“. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?