Guðmundur Pálsson 21. des. 2019

AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Bleika slaufan 2019 var hönnuð af Guðbjörgu sem kom fram með spennandi nýjung því í fyrsta sinn var Bleika slaufan hálsmen. Þessari nýbreytni vargríðarlega vel tekið og seldust öll þau 35 þúsund eintök sem framleidd voru.

Bleika slaufan 2019 var einnig framleidd í tökmörkuðu magni úr gulli og silfri og voru þær slaufur til sölu hjá AURUM , MEBA, Djúldesign, Gulli og silfri, Gullkúnst og hjá Krabbameinsfélaginu. Alls seldust 237 gull- og silfurslaufur. Ágóði sölunnar var alls kr. 3.064.410 og þá upphæð afhenti Guðbjörg þeim Höllu Þorvaldsdóttur og Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur frá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum.

Þá var framleidd demantsnæla og demantshálsmen úr 14 karata gulli. Þessi gripir eru aðeins til í einu eintaki og eru til sýnis og sölu í verslun AURUM í Bankastræti.

Um leið og við þökkum Guðbjörgu fyrir einstaklega ánægjulegt og farsælt samstarf óskum við henni og manni hennar, Karli J. Jóhannssyni til hamingju með 20 ára afmæli AURUM en fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt glæsilegasta hönnunarmerki landsins. Í tilefni afmælisins hefur verið gefin út sérstök afmælislína, Erika, sem skyld er hönnun Bleiku slaufunnar 2019.

Stuðningur almennings og fyrirtækja mikilvægur
„Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir á endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnarstarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. „Stuðningur almennings og fyrirtækja eins og AURUM er félaginu afar mikilvægur enda fer öll starfsemi félagsins fram fyrir söfnunarfé“. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?