Ása Sigríður Þórisdóttir 31. mar. 2020

Stórt framfaraskref í þjónustu við krabba­meins­sjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Í ljósi Covid-19 faraldurs sem nú geisar hefur starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga ákveðið að bregðast við með því að auka þjónustu við þá einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni og bjóða upp á símaþjónustu og ráðgjöf í framhaldi af opnunartíma deildarinnar alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00.

Um er að ræða símaráðgjöf fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf um bráð einkenni sem geta komið upp tengt krabbameinsmeðferð og/eða aukaverkunum tengdum henni og geta ekki beðið til næsta dags.

Um er að ræða viðbót við þá þjónustu sem hingað til hefur verið í boði fyrir fólk í krabbameinsmeðferð á Landspítala og er vonast til að með þessu megi tryggja ráðgjöf og skjótari meðferð einkenna þannig að sjúklingar upplifi öryggi varðandi aðgengi að þjónustu spítalans. Ef þörf er á frekara mati verður fólki boðið að koma í skoðun á göngudeild daginn eftir eða vísað á bráðamóttöku ef um alvarleg veikindi er að ræða sem þola ekki bið.

“Krabbameinsfélagið fagnar þessari auknu þjónustu sem sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala er nú boðið upp á. Í fyrravor sagði félagið fréttir af því að spítalinn hygðist bjóða upp á viðlíka þjónustu sem gat því miður ekki orðið af. Hér er um mjög stórt framfaraskref að ræða sem vonandi verður ekki bara tímabundið heldur áfram, eftir að Covid-19 faraldurinn gengur yfir”, segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

  • Símaráðgjöfin verður í boði alla virka daga milli klukkan 16:00 og 22:00. Hringt er í skiptiborð spítalans í síma 543 1000 sem kemur erindinu áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings.

Krabbameinsfélagið fagnar viðbrögðum Landspítala og minnir á að stöðugt þarf að vera vakandi fyrir þörfum einstaklinga sem greinast með krabbamein og hvernig hægt sé að mæta þeim á faglegan og árangursríkan hátt.

Krabbameinsfélag Íslands á í góðu samstarfi við starfsfólk Landspítala sem leggur sig fram um að vinna að úrbótum.

  •  Frétt uppfærð 23. október 2020.

 


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?