Ása Sigríður Þórisdóttir 31. mar. 2020

Stórt framfaraskref í þjónustu við krabba­meins­sjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Í ljósi Covid-19 faraldurs sem nú geisar hefur starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga ákveðið að bregðast við með því að auka þjónustu við þá einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni og bjóða upp á símaþjónustu og ráðgjöf í framhaldi af opnunartíma deildarinnar alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00.

Um er að ræða símaráðgjöf fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf um bráð einkenni sem geta komið upp tengt krabbameinsmeðferð og/eða aukaverkunum tengdum henni og geta ekki beðið til næsta dags.

Um er að ræða viðbót við þá þjónustu sem hingað til hefur verið í boði fyrir fólk í krabbameinsmeðferð á Landspítala og er vonast til að með þessu megi tryggja ráðgjöf og skjótari meðferð einkenna þannig að sjúklingar upplifi öryggi varðandi aðgengi að þjónustu spítalans. Ef þörf er á frekara mati verður fólki boðið að koma í skoðun á göngudeild daginn eftir eða vísað á bráðamóttöku ef um alvarleg veikindi er að ræða sem þola ekki bið.

“Krabbameinsfélagið fagnar þessari auknu þjónustu sem sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala er nú boðið upp á. Í fyrravor sagði félagið fréttir af því að spítalinn hygðist bjóða upp á viðlíka þjónustu sem gat því miður ekki orðið af. Hér er um mjög stórt framfaraskref að ræða sem vonandi verður ekki bara tímabundið heldur áfram, eftir að Covid-19 faraldurinn gengur yfir”, segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

  • Símaráðgjöfin verður í boði alla virka daga milli klukkan 16:00 og 22:00. Hringt er í skiptiborð spítalans í síma 543 1000 sem kemur erindinu áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings.

Krabbameinsfélagið fagnar viðbrögðum Landspítala og minnir á að stöðugt þarf að vera vakandi fyrir þörfum einstaklinga sem greinast með krabbamein og hvernig hægt sé að mæta þeim á faglegan og árangursríkan hátt.

Krabbameinsfélag Íslands á í góðu samstarfi við starfsfólk Landspítala sem leggur sig fram um að vinna að úrbótum.

  •  Frétt uppfærð 23. október 2020.

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?