Ása Sigríður Þórisdóttir 31. mar. 2020

Stórt framfaraskref í þjónustu við krabba­meins­sjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Í ljósi Covid-19 faraldurs sem nú geisar hefur starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga ákveðið að bregðast við með því að auka þjónustu við þá einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni og bjóða upp á símaþjónustu og ráðgjöf í framhaldi af opnunartíma deildarinnar alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00.

Um er að ræða símaráðgjöf fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf um bráð einkenni sem geta komið upp tengt krabbameinsmeðferð og/eða aukaverkunum tengdum henni og geta ekki beðið til næsta dags.

Um er að ræða viðbót við þá þjónustu sem hingað til hefur verið í boði fyrir fólk í krabbameinsmeðferð á Landspítala og er vonast til að með þessu megi tryggja ráðgjöf og skjótari meðferð einkenna þannig að sjúklingar upplifi öryggi varðandi aðgengi að þjónustu spítalans. Ef þörf er á frekara mati verður fólki boðið að koma í skoðun á göngudeild daginn eftir eða vísað á bráðamóttöku ef um alvarleg veikindi er að ræða sem þola ekki bið.

“Krabbameinsfélagið fagnar þessari auknu þjónustu sem sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala er nú boðið upp á. Í fyrravor sagði félagið fréttir af því að spítalinn hygðist bjóða upp á viðlíka þjónustu sem gat því miður ekki orðið af. Hér er um mjög stórt framfaraskref að ræða sem vonandi verður ekki bara tímabundið heldur áfram, eftir að Covid-19 faraldurinn gengur yfir”, segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

  • Símaráðgjöfin verður í boði alla virka daga milli klukkan 16:00 og 22:00. Hringt er í skiptiborð spítalans í síma 543 1000 sem kemur erindinu áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings.

Krabbameinsfélagið fagnar viðbrögðum Landspítala og minnir á að stöðugt þarf að vera vakandi fyrir þörfum einstaklinga sem greinast með krabbamein og hvernig hægt sé að mæta þeim á faglegan og árangursríkan hátt.

Krabbameinsfélag Íslands á í góðu samstarfi við starfsfólk Landspítala sem leggur sig fram um að vinna að úrbótum.

  •  Frétt uppfærð 23. október 2020.

 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?