Birna Þórisdóttir 17. apr. 2019

Aukin notkun neftóbaks er áhyggjuefni

Krabbameinsfélagið lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum þess efnis að sala og notkun á neftóbaki sé að aukast. Tóbaksnotkun, hvort sem er sígarettureykingar eða notkun á reyklausu tóbaki svo sem neftóbaki, veldur miklum skaða og er ein helsta orsök krabbameina sem hægt væri að koma í veg fyrir. 

Það er aldrei sniðugt að byrja að nota tóbak og alltaf klár ávinningur af því að hætta tóbaksnotkun, sama hversu langt er síðan maður byrjaði eða hvað maður er gamall.

Eru skaðleg efni í neftóbaki?

Já. Reykingar eru hættulegasta form tóbaksnotkunar en það er mikilvægt að átta sig á því að það er engin skaðlaus leið til að nota tóbak. Í neftóbaki og öðru reyklausu tóbaki eru að minnsta kosti 30 efni sem eru þekktir krabbameinsvaldar (1).

Sumir krabbameinsvaldar eru náttúruleg innihaldsefni tóbaksplöntunnar sjálfrar og aðrir myndast við framleiðsluferlið. Samfelld tóbaksnotkun veldur því að fólk er stöðugt útsett fyrir krabbameinsvaldandi efnum sem eykur líkur á krabbameinum.

Veldur neftóbak sjúkdómum?

Já. Reyklaust tóbak eykur líkurnar á krabbameini í munni, vélinda og brisi (1), auk þess að skaða slímhimnur (til dæmis í nefi og munni) og auka líkur á hjartasjúkdómum.

Vantar þig aðstoð við að hætta að nota neftóbak?

Reyksíminn veitir símaþjónustu fyrir fólk sem vill minnka eða hætta tóbaksnotkun. Hægt er að hringja í síma 800-6030 eða senda tölvupóst á netfangið 8006030@hsn.is.

Einnig er hægt að leita aðstoðar á heilsugæslustöðvum.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðum:

1. International Agency for Research on Cancer. Smokeless Tobacco and Some Tobacco-Specific N-Nitrosamines.

Um tóbak á vef Krabbameinsfélagsins

Um neftóbak á vef danska krabbameinsfélagins

Um reyklaust tóbak á vef National Cancer Institute (USA)


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?