Jónas Ragnarsson 4. feb. 2017

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands

  • Krabbameinsfélagið

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega tekið fram að hluti styrkveitinga úr sjóðnum skal vera til að styðja við rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á næstu þremur árum. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rannsókna en einnig til umfangsmeiri vísindarannsókna. Hámarksupphæð styrks til viðameiri vísindarannsókna er 10 milljónir króna á ári.


Umsóknareyðublað, stofnskrá, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, á slóðinni krabb.is/visindasjodur. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 1. mars nk. kl. 16:00 og skal senda umsóknir rafrænt á netfangið visindasjodur@krabb.is . Umsóknir um styrki vegna vísindarannsókna verða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar umsóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn um þær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunarreglum sjóðsins. Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí nk. á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Reykjavík, 4. febrúar 2017
Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?