Jónas Ragnarsson 4. feb. 2017

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands

  • Krabbameinsfélagið

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega tekið fram að hluti styrkveitinga úr sjóðnum skal vera til að styðja við rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á næstu þremur árum. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rannsókna en einnig til umfangsmeiri vísindarannsókna. Hámarksupphæð styrks til viðameiri vísindarannsókna er 10 milljónir króna á ári.


Umsóknareyðublað, stofnskrá, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, á slóðinni krabb.is/visindasjodur. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 1. mars nk. kl. 16:00 og skal senda umsóknir rafrænt á netfangið visindasjodur@krabb.is . Umsóknir um styrki vegna vísindarannsókna verða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar umsóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn um þær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunarreglum sjóðsins. Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí nk. á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Reykjavík, 4. febrúar 2017
Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?