Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. jún. 2018

Auðvelt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein með þátttöku í skimun

  • Ágúst Ingi Ágústsson
    Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Viss­ir þú að krabba­mein í leg­hálsi er fjórða al­geng­asta krabba­mein kvenna á heimsvísu? Senni­lega kem­ur það á óvart enda er leg­hálskrabba­mein fátíðara á Íslandi eða í 11. sæti yfir al­geng­ustu krabba­mein meðal kvenna. 

Það gæti líka komið þér á óvart að fimm ára hlut­falls­leg lif­un eft­ir grein­ingu er aðeins 50% á heimsvísu en á Íslandi er hún 86%. Ástæðan fyr­ir svo góðum ár­angri er ein­föld: Á Íslandi, eins og í mörg­um þróuðum sam­fé­lög­um, er stunduð skipu­leg skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini. Öllum kon­um hér­lend­is, á aldr­in­um 23-65 ára, er boðið að láta skoða leg­háls­inn á þriggja ára fresti.

Það sem aðgrein­ir leg­hálskrabba­mein frá flest­um teg­und­um krabba­meina er að or­sök þess er veiru­smit og teng­ist ekki erfðum. Um 80% full­orðinna ein­stak­linga smit­ast af HPV-veirunni og hún berst á milli ein­stak­linga við kyn­líf. Vegna þess hve marg­ir smit­ast af HPV-veirunni, og þar sem þeir sem eru smitaðir finna ekki til ein­kenna, er mjög mik­il­vægt að fram fari skimun til að kom­ast að því hvort finna megi frumu­breyt­ing­ar af völd­um veirunn­ar.

Mark­mið skimun­ar­inn­ar er fyrst og fremst að greina slík­ar frumu­breyt­ing­ar, sem eru forstig krabba­meins­ins eða að greina krabba­meinið á fyrstu stig­um þess svo hægt sé að meðhöndla það með sem minnstu inn­gripi. Frumu­breyt­ing­arn­ar þró­ast yf­ir­leitt á löng­um tíma, jafn­vel á mörg­um árum. Þannig er mun auðveld­ara að greina forstigs­breyt­ing­ar og meðhöndla þær ef mætt er reglu­lega í skimun.

Meðal­ald­ur við grein­ingu leg­hálskrabba­meins er 45 ár sem er ung­ur ald­ur miðað við grein­ingu annarra krabba­meina. Það end­ur­spegl­ar að um veiru­smit er að ræða sem er al­geng­ara hjá kon­um í yngri ald­urs­hóp­um. Það er því mikið áhyggju­efni að mæt­ing í skimun­ina hef­ur farið hægt og síg­andi niður á við síðustu ár, sér­stak­lega hjá yngstu ald­urs­hóp­un­um. Mæt­ing ís­lenskra kvenna er til að mynda mun minni en í hinum landa­ríkj­un­um en óljóst er hvað veld­ur.

Skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini fer fram með frumustroki frá leg­hálsi. Á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags Íslands er skoðunin fram­kvæmd af ljós­mæðrum. Hún er óþæg­inda­lít­il fyr­ir lang­flest­ar kon­ur og tek­ur aðeins ör­fá­ar mín­út­ur. Kon­ur geta einnig farið í skoðun­ina hjá kven­sjúk­dóma­lækn­um eða á heilsu­gæslu­stöðvum á lands­byggðinni.

Á vef­gátt­inni Mínar síður á island.is eru nú aðgengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um mæt­ingu í krabba­meins­leit þar sem kon­ur geta séð hvenær þær hafa fengið boð og hvenær þær hafa mætt í skoðun.

Öllum 12 ára stúlk­um býðst bólu­setn­ing við tveim­ur al­geng­ustu teg­und­um HPV-veirunn­ar sem geta valdið leg­hálskrabba­meini. Þegar fram í sæk­ir mun ár­ang­ur bólu­setn­ing­ar­inn­ar sýna sig með færri til­fell­um frumu­breyt­inga og fækk­un krabba­meinstil­fella. Mik­il­vægt er að taka fram að bólu­efnið veit­ir ekki vörn gegn öll­um teg­und­um HPV-veirunn­ar sem geta valdið leg­hálskrabba­meini og þá er ekki vitað hvort bólu­efnið veiti 100% vörn við þeim teg­und­um sem bólu­sett er fyr­ir. Þess vegna er mjög þýðing­ar­mikið að kon­ur haldi áfram að taka þátt í skimun þó þær hafi fengið bólu­setn­ing­una.

Ég skora á alla að hvetja kon­urn­ar í kring­um sig til að mæta reglu­bundið í skimun. Það er ekk­ert feimn­is­mál að fara í skoðun eða grein­ast með frumu­breyt­ing­ar í leg­hálsi og með umræðu og hvatn­ingu get­um við komið í veg fyr­ir al­var­leg­an sjúk­dóm.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna hér .

Ágúst Ingi Ágústsson
sviðsstjóri Leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags Íslands

Greinin birtist í Morgunblaðinu og á mbl.is 31.5.2018.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?