Ása Sigríður Þórisdóttir 11. jún. 2021

Athugasemdir og leiðréttingar Krabbameinsfélags Íslands

Við skýrslu heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, samkvæmt beiðni. Í skýrslunni kemur glöggt fram hve ábótavant undirbúningi flutnings leghálsskimana frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands var.

Fram kemur að 2. júní óskaði KÍ eftir upplýsingum um hvaða stofnanir tækju við afmörkuðum þáttum í starfsemi Leitarstöðvarinnar um áramót, frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá hafði stofnununum ekki verið úthlutað verkefnunum formlega en það gerðist tíu dögum síðar, um miðjan júní. Þá voru sex mánuðir þar til stofnanirnar skyldu taka við verkefnunum.

Hlutaúttekt Embættis landlæknis – enginn skuggi á samskiptum LSH og LKÍ

Í lok júlí átti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samskipti við Landspítala um framtíð rannsókna leghálssýna. Fulltrúar Landspítala tóku fram að til að geta sinnt frumurannsóknum þyrfti að ná samkomulagi við KÍ um leigu á aðstöðu og að starfsfólk þyrfti að vilja ráða sig til starfa hjá spítalanum. Í skýrslunni er látið að því liggja að hlutaúttekt Embættis landlæknis á gæðamálum Leitarstöðvar hafi haft áhrif á samskipti Landspítala og LKÍ. Ekki er ljóst hvað átt er við með þessu en félagið fullyrðir að engan skugga hafði borið á samskipti Landspítala og KÍ eða LKÍ vegna úttektarinnar.

Talsvert er fjallað um niðurstöður hlutaúttektar Embættis landlæknis á LKÍ. Ekki er eðlilegt að ætla að sú úttekt hefði takmarkað möguleika Landspítala til að sinna rannsóknunum, þvert á móti. Leiða má líkur að því að úttekt Embættis landlæknis hafi gert embættinu betur kleift en áður að leiðbeina Landspítala (ef þörf var talin á) hvernig haga skyldi gæðamálum varðandi frumurannsóknir.

Samskipti LKÍ og HRN vegna lokunar Leitarstöðvar

Í skýrslunni er farið yfir samskipti LKÍ og Heilbrigðisráðuneytisins í október 2020 en þá höfðu LKÍ ekki borist upplýsingar um hvernig haga skyldi frágangi mála vegna lokunar Leitarstöðvarinnar.

Í skýrslunni er skáletraður texti úr tölvupósti framkvæmdastjóra KÍ til ráðuneytisins, þar sem hann býður upp á að skimað verði fyrir leghálskrabbameinum lengur en ráðuneytið hafði áður sent LKÍ ákvörðun um. Í sama tölvupósti óskar félagið eftir upplýsingum um hver muni sinna rannsóknunum og hvernig upplýsingagjöf til kvenna verði háttað.

Ekki kemur fram að við þessu tölvuskeyti LKÍ barst ekki svar frá HRN. Eðli málsins samkvæmt hélt LKÍ sig því við áður framkomna ákvörðun og sinnti skimun og tók á móti sýnum til 30. nóvember en ekki lengur. Af sama leiðir að starfsfólk LKÍ hafði ekki upplýsingar um hvar rannsóknir færu fram eftir áramót en hafði ekki ástæðu til að ætla annað en gengið hefði verið frá málum um rannsóknir leghálssýna til framtíðar.

Rannsóknarstofa LKÍ starfaði út samningstíma

Síðar í skýrslunni kemur fram að svo virðist sem rannsóknarstofa LKÍ hafi hætt störfum í byrjun desember þótt starfssamningur hafi legið fyrir til ársloka 2020 og nefnt að það hafi leitt til þess að leghálssýni sem tekin voru undir lok ársins voru ekki rannsökuð heldur varðveitt til að unnt væri að rannsaka þau síðar. Þarna er alrangt með farið. Á rannsóknarstofu LKÍ voru sýni rannsökuð til 22. desember. Þeir dagar sem eftir lifðu árs voru nýttir í frágang vegna lokunar LKÍ. Skýrsluhöfundur spurðist hvorki fyrir um þetta fyrirkomulag hjá KÍ né annað í sambandi við skýrsluna.

Rof á þjónustu - samningsgerð

Í skýrslunni kemur fram að samningsgerð vegna rannsókna á leghálssýnum var fyrst að fara af stað í lok nóvember síðasta árs þegar rúmmur mánuður var til stefnu þrátt fyrir að markmiðið væri að ekki yrði rof á þjónustu. Í byrjun desember var ákveðið að taka upp danskar skimunarleiðbeiningar. Öllum mátti vera ljóst að þær breytingar kölluðu á endurforritun hugbúnaðarkerfa, skimunarskrár auk umfangsmikillar upplýsingagjafar til kvenna og sérfræðilækna. Slíkt tekur tíma, sem ekki var til staðar.

Í skýrslunni er hvergi minnst á ítrekaða hvatningu KÍ og LKÍ til stofnana og HRN um að vanda undirbúning þessa umfangsmikla og mikilvæga verkefnis og gefa því nægilegan tíma.

Sérhæfð þekking

Í skýrslunni kemur fram að Landspítali taldi sig þurfa að ráða starfsfólk sem áður starfaði hjá LKÍ til að geta sinnt frumurannsóknum. Ástæða þess er auðvitað sérhæfing starfsfólksins. Fjöldi stöðugilda er ekki afgerandi þáttur þegar rætt er um áhrif breytinga á sérhæfð störf heldur sú staðreynd að rannsóknirnar krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tapast úr landinu ef rannsóknirnar eru fluttar úr landi.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?