Sigurlaug Gissurardóttir 7. des. 2016

Átak í fræðslu um krabbameinsleit kvenna af erlendum uppruna

Í dag miðvikudaginn 7. desember hefst átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) til að kynna krabbameinsleit fyrir konum af erlendum uppruna. Í átakinu felst dreifing á veggspjaldi með upplýsingum um leitina á fimm algengustu tungumálum sem töluð eru í landinu: íslenska, enska, pólska, rússneska og tælenska.

Að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, er víða í heiminum sem ekki er boðið upp á skipulagða krabbameinsleit eða að þátttaka er dræm. Því er hætta á að konur af erlendum uppruna sem hingað flytji þekki ekki til þessarar tegundar heilsuverndar né þess mikla ávinnings sem hún skilar.

Við óttumst að konur af erlendum uppruna leiti síður til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins en þær íslensku einmitt af þeim sökum og teljum því mikilvægt að auka vitund þeirra um mikilvægi þess að mæta í skoðun þegar þær fá boð um að bóka tíma.

KRA_VEF_828x315_velkomin_1216_OK

Allar konur á aldrinum 23 til 65 ára fá boð um að mæta í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti og 40 til 69 ára konur fá boð á tveggja ára fresti um að mæta í leit að brjóstakrabbameini. Innan sjávarútvegsfyrirtækja starfar mikill fjöldi kvenna af erlendum uppruna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir að samtökin hafi viljað leita leiða til að koma upplýsingum áleiðis til þeirra kvenna sem starfa hjá fyrirtækjum innan samtakanna. „Það er þó ekki hlaupið að því enda eru fiskvinnslur fjölþjóðlegir vinnustaðir og þar að auki dreifðar  um landið. Við ræddum við Krabbameinsfélagið um hvernig best væri að miðla þessum mikilvægu upplýsingum sem geta svo sannarlega verið lífsnauðsynlegar,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Samhliða dreifingu á veggspjaldinu til heilsugæslustöðva og vinnustaða verður vakin athygli á leitarstarfinu með auglýsingum á erlendum tungumálum á Facebook. Þjónustuskrifstofur Krabbameinsfélagsins um land allt taka þátt í dreifingu plakatsins. 

Þeir sem vilja nálgast veggspjald geta sent beiðni á krabb@krabb.is eða til þjónustuskrifstofa Krabbameinsfélagins út á landi sem finna má hér á www.krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?