Guðmundur Pálsson 23. nóv. 2017

asa iceland safnaði 1.750.000 kr. fyrir Bleiku slaufuna

Allur ágóði af silfurhálsmeni Bleiku slaufunnar sem var til sölu hjá gullsmiðum rann til stuðnings Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem afhent var á 10 ára afmæli Ráðgjafarþjónustunnar í Skógarhlíð 8.

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær veglegan styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Silfurhálsmenið var til sölu hjá asa iceland, Meba, og um 20 gullsmiðum um land allt auk Krabbameinsfélaginu. Hálsmenið seldist upp á örfáum dögum en það var framleitt í takmörkuðu upplagi.

Í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða hefur salan á silfurslaufum frá upphafi skilað hátt í 9 milljónum króna til átaksins. Þetta er í sjötta skiptið sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða taka höndum saman um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar en sú hefð sem hefur skapast með samstarfinu er einstök á heimsvísu.

Ása sigurvegari samkeppninnar

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna í ár eftir sigur í samkeppninni. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

 „Það er mér mikil ánægja að geta lagt mitt af mörkum til að styðja við þá mikilvægu þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds þeim sem greinast með krabbamein. Við hönnunina hafði ég að leiðarljósi táknmyndina um hlýju og umhyggju sem sveipar þann sem ber slaufuna. Í formi hennar er einnig dropasteinn fyrir dropann sem „breytir veig heillar skálar“ eins og segir í kvæðinu. Verkefnið var bæði afar skemmtilegt og krefjandi”, segir Ása.

Styrkurinn ásamt annarri fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem fagnar nú 10 ára afmæli. Þar er veitt þjónusta hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðings alla virka daga án endurgjalds. Í boði eru viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun, fyrirlestrar og starfsemi stuðningshópa félagsins.  Einnig er fjöldi námskeiða og viðburða í boði sem mæta þörfum þeirra sem til Ráðgjafarþjónustunnar leita.

„Við þökkum Ásu fyrir einstaklega gott og gefandi samstarf og þökkum fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt af mörkum endurgjaldslaust við hönnun og framleiðslu slaufunnar í ár,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?