Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 9. mar. 2017

asa iceland hannar Bleiku slaufuna 2017

Sigurvegari í samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2017 er asa iceland en Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um Ísland og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Ása hefur víðtæka reynslu í hönnun og smíði skartgripa og hefur starfað sem hönnuður á Íslandi, Finnlandi og í S-Kóreu. Ása lauk MA-prófi í iðnhönnun við University of Art and Design (UIAH) í Helsinki og BA-prófi í gull- og silfursmíðum frá Lahti Design Institute í Finnlandi. Í Finnlandi starfaði hún með námi sem gullsmiður hjá stærsta skartgripafyrirtæki Finnlands, Kalevala Jewelry. Eftir nám kenndi hún skartgripahönnun við UIAH. Síðar rak hún vinnustofu í Helsinki.

Samkeppnin fór nú fram í sjötta sinn í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Í ár bárust níu tillögur sem afar erfitt var að velja úr enda allar mjög metnaðarfullar. Við þökkum öllum þeim gullsmiðum sem sendu inn tillögur að Bleiku slaufunni í ár.

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum afar ánægð með samstarfið við Félag íslenskra gullsmiða og hlökkum til að þróa það áfram.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?