Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2020

Árið sem gleymist seint

Allt það sem við höfðum talið sjálfsagðan hluta af tilveru okkar í byrjun árs er ekki jafn sjálfsagt lengur, þegar því er að ljúka. Það er einmitt þetta sem margir upplifa við það að greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Að takast á við breytta tilveru, óvissu og verkefni sem ekki voru á dagskránni.

Eflaust eru tilfinningar margra blendnar, nú þegar sér fyrir endan á árinu 2020. Það er óhætt að fullyrða að langflestir hafa orðið fyrir áhrifum af heimsfaraldrinum sem hefur sett svo sterkan svip á árið og líf fólks um alla heimsbyggðina. Það má segja að tilveran hafi breyst nánast á augabragði. Allt það sem við höfðum talið sjálfsagðan hluta af tilveru okkar í byrjun árs er ekki jafn sjálfsagt lengur, þegar því er að ljúka. Það er einmitt þetta sem margir upplifa við það að greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Að takast á við breytta tilveru, óvissu og verkefni sem ekki voru á dagskránni.

Það er viðbúið að fyrir þá hafi Covid-19 þyngt róðurinn að mörgu leiti. Fyrstu niðurstöður könnunar á vegum Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins á upplifun og líðan fólks með krabbamein og aðstandenda, í faraldrinum, benda til þess að margir takist á við kvíða og vanlíðan sem tengist einangrun frá ástvinum. Einnig kemur skýrt fram að margir geta ekki nýtt sér ýmis bjargráð, þjónustu og stuðning sem alla jafna er í boði, vegna aðgerða sem grípa hefur þurft til vegna Covid-19.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er til staðar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þar er boðið upp á viðtöl, jafningjastuðning, fjölbreytt námskeið, opna tíma í slökun og fræðslufyrirlestra og er þjónustan fólki að kostnaðarlausu.

Ráðgjafarþjónustan hefur, líkt og margir aðrir, þurft að gera miklar breytingar á sinni starfsemi í tengslum við faraldurinn og sóttvarnarlög. Þessar aðstæður hafa kallað á nýjar hugmyndir og leiðir í þjónustunni. Við bjóðum nú upp á fjarviðtöl í mynd í gegnum KöruConnect, kerfi sem er viðurkennt af embætti landlæknis og einnig höfum við aukið framboð af ýmis konar fjarnámskeiðum. Opnir tímar í slökun fara nú fram vikulega í beinni útsendingu í lokaða facebook hópnum Slökun og vellíðan og við höfum deilt ýmsu rafrænu efni, nýju sem eldra, af vefnum okkar.  Þessar nýjungar hafa því að einhverju leiti gert okkur kleift að færa þjónustuna heim til fólks í faraldrinum.

Það er ánægjulegt að með þessu hefur verið stigið stórt skef til framfara í aukinni þjónustu við þá sem búa á landsbyggðinni og erlendis, eða þá sem af öðrum orsökum sækja ekki þjónustuna beint til okkar. Það má því segja að árið hafi verið okkur í Ráðgjafarþjónustunni afar lærdómsríkt og gefið okkur hugrekki til að halda áfram að sækja fram, finna nýjar leiðir og mæta fólki á nýjan hátt.

Við horfum fram á nýtt ár með von og bjartsýni og hlökkum til að taka á móti ykkur hér í Skógarhlíðinni um leið og fært verður.

 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?