Ása Sigríður Þórisdóttir 22. mar. 2022

Alþjóðlegur dagur Lynch heilkennis er í dag

Lynch heilkenni (heitið heilkenni er notað yfir safn einkenna) er arfgengt, þ.e. það erfist milli kynslóða. Það að hafa arfgenga tilhneygingu (stökkbreytingu) til Lynch heilkennis eykur líkur á ákveðnum krabbameinum, sérstaklega ristil-, endaþarms-, og legbolskrabbameinum. Lynch heilkenni orsakast af stökkbreytingum í DNA viðgerðargenum.

Þetta eru MMR gen (e: mismatch repair genes) og þau heita: MLH1, MSH2, MSH6 og PMS2. Um það bil 1 af hverjum 226 Íslendingum ber Lynch heilkenni. Það er hæsta tíðni sem lýst hefur verið í heiminum. Þrjár landnemastökkbreytingar eru þekktar hér á landi, ein í MSH6 geninu og tvær í PMS2 geninu.

Koma má í veg fyrir mörg krabbamein hjá arfberum með því að beita tíðum ristilspeglunum og aðgerðum í forvarnaskyni, s.s. fjarlægja leg og eggjastokka eftir 40-45 ára aldur. Einnig hefur sýnt sig að magnýl inntaka getur dregið úr tíðni krabbameina af völdum Lynch heilkennis.

Sé um sterka fjölskyldusögu um ofangreind krabbamein að ræða, er hægt að hafa samband við Erfðaráðgjöf Landspítala til að fá úr því skorið hvort arfgeng tilhneyging til Lynch heilkennis sé til staðar.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?