Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. mar. 2018

Alþjóðleg ráðstefna og sýning BRCA heimildarmyndar

  • Heimildarmyndin Pink&Blue

Karlmenn sem fæðast með stökkbreytingu í BRCA2 geni hafa u.þ.b. fimmfalda áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli miðað við karla almennt.  

Þeir greinast yngri og sjúkdómurinn er alvarlegri og lengra genginn við greiningu. Hjá þeim hefur sjúkdómurinn hraðari framgang, einnig eftir að tekið hefur verið tillit til þess að hann er lengra genginn við greiningu.

Því er mikilvægt að karlmenn með stökkbreytingu í BRCA2 geni viti af því og séu undir eftirliti frá 40 ára aldri svo hægt sé að greina meinið snemma og bregðast við. Einnig er mikilvægt að vita um stökkbreytinguna vegna lyfjameðferðar því svo virðist sem svörun við tilteknum lyfjum fari eftir því hvort stökkbreyting sé til staðar eða ekki.

Fimmtudaginn 8. mars kl. 18.00 mun Íslensk erfðagreining bjóða upp á frumsýningu á nýrri íslenskri heimildarmynd um BRCA. Myndin heitir Þegar vitlaust er gefið - um BRCA og brjóstakrabbamein.

Sýningin er í samstarfi við Brakkasamtökin - BRCA Iceland sem stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um BRCA og arfgeng krabbamein þann 10. mars.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Á BRAKKANN AÐ SÆKJA - ráðstefna 10. mars:

Alþjóðleg ráðstefna um BRCA og arfgeng krabbamein hjá konum og körlum / International Conference in Iceland on BRCA and Genetic Cancer in Men and Women

Brakkasamtökin - BRCA Iceland, ætla að halda alþjóðlega ráðstefnu um BRCA laugardaginn 10. mars með þátttöku erlendra og íslenskra fyrirlesara og sýna heimildarmyndina “Pink & Blue - Colors of Hereditary Cancer”. 

Markmið ráðstefnunnar og sýningar myndarinnar er að upplýsa og fræða, ná til afbera, fræðimanna, aðstandenda og hvetja til áframhaldandi umræðu og rannsókna á sviðinu en tæplega eitt prósent þjóðarinnar eru með meinvaldandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Síðast en ekki síst er markmiðið að ræða almennt um stöðu erfðamála varðandi arfgeng krabbamein á Íslandi. Í því tilefni er mikilvægt að fá erlenda fyrirlesara til liðs við okkur og fá viðhorf þeirra til að glæða og auðga umræðuna hér á landi. 

Heimildarmyndin “Pink & Blue - Colors of Hereditary Cancer” fjallar um þau áhrif sem það hefur á konur og karla að hafa meinvaldandi breytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Leikstjórinn Allan M. Blassberg verður viðstaddur sýningu myndarinnar, hann mun halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum en myndin fjallar m.a. um hans eigin reynslu. Eitt af markmiðum myndarinnar er að koma sjónhorni karla inn, karlmenn eru líka arfberar og geta fengið brjóstakrabbamein og önnur krabbamein. Titill myndarinnar vísar til þess: Pink & Blue. 

Ráðstefnan er fyrir alla, hvernig svo sem arfgeng krabbamein snerta líf þeirra eða þeirra aðstandenda. 

Dagskrá
Laugardagur 10. mars 2018
Veröld - Hús Vigdísar, Reykjavík
Kl. 9.30 - 16 

Erindi
- Sue Friedman, framkvæmdarstjóri FORCE, bandarísku krabbameinssamtakanna,
- Dr. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
- Karen Malkin Lazarovitz, stofnandi BRCA Sisterhood 
- Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi MSc hjá LSH og doktorsnemi í erfðaráðgjöf
- Kristín Hannesdóttir, PhD nemi og Melkorka María Brynjarsdóttir, starfsmaður Landsspítala 
- Óskar Þór Jóhannsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala
- Anna Margrét Bjarnadóttir, MA. og skipuleggjandi ráðstefnunnar 
- Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir, Nottingham Breast Institute og Brjóstamiðstöðin/Klíníkin Ármúla

Hádegishlé

Sýning heimildamyndarinnar 
“Pink & Blue - Colors of Hereditary Cancer”. Leikstjórinn Allan M. Blassberg heldur erindi fyrir sýningu myndarinnar.

Pallborðsumræður
Stjórnandi: Hulda Bjarnadóttir, fjölmiðlakona (K100)
Allir þátttakendur ráðstefnunnar og Jón Jóhannes Jónsons yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildaar Landspítala 

Verð 2000 kr. Hádegisverður er innifalinn, auk léttra veitinga í ráðstefnulok.

Skráning hefst 19. febrúar og stendur til og með 8. mars. 
Vinsamlegast sendið tölvupóst á brakkasamtokin@gmail.com og skráið ykkur með því að gefa upp fullt nafn og fjölda miða sem óskað er eftir. Tekið verður á móti greiðslum á ráðstefnudeginum 10. mars. 

Um Brakkasamtökin - BRCA Iceland: 
Tilgangur Brakkasamtakanna, er að leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita BRCA arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Félagið stendur vörð um hagsmuni BRCA arfbera og beitir sér fyrir eflingu þeirrar þjónustu sem BRCA arfberum stendur, eða á að standa, til boða. Samtökin leitast sömuleiðis við að stuðla að aukinni kostnaðarþátttöku ríkis við skimun, eftirlit og þær aðgerðir sem BRCA arfberar kjósa að gangast undir vegna ástands síns. Loks leitast félagið við að stuðla að samvinnu við erlend félög með áþekkan starfsgrundvöll.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?