Ása Sigríður Þórisdóttir 4. feb. 2021

Alþjóðadagur gegn krabbameinum #4 Stuðningur

Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Tilgangur dagsins er að hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferða gegn krabbameinum.

Slagorð dagsins er „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið í baráttunni gegn krabbameinum.

Í vikunni hefur verið fjallað um forvarnir, greiningu og meðferð. Í dag lítum við til þess hvað stuðningur af ýmsu tagi getur skipt miklu máli. 

  • Stuðningur við vin eða ættingja: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein vitum við stundum ekki alveg hvað við getum gert til að hjálpa, þó að okkur langi til þess. Það þarf samt ekki að vera mikið eða flókið og hér má fá nokkrar hugmyndir
  • Jafningjastuðningur: Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa nokkrir stuðningshópar og einnig er boðið uppá jafningjastuðning maður á mann í gegnum stuðningsnet Krafts og Ráðgjafarþjónustu.
  • Styðja starf Krabbameinsfélagsins: Allt starf Krabbameinsfélagsins, þar á meðal vísindastarf og rannsóknir, fræðsla, forvarnir og endurgjaldslaus þjónusta, ráðgjöf og stuðningur er fjármagnað með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum. Það eru margar leiðir til að styrkja starfið:

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?