Ása Sigríður Þórisdóttir 3. feb. 2021

Alþjóðadagur gegn krabbameinum #3 Meðferð

Meðferðarúrræði batna stöðugt. Þó við séum ekki heilbrigðisstarfsmenn eða vísindamenn getum við öll lagt eitthvað af mörkum til að styðja fólk sem er í meðferð.

Þann 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Tilgangur dagsins er að hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferða gegn krabbameinum. Slagorð dagsins er „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið í baráttunni gegn krabbameinum. Má bjóða þér að taka þátt?

Stuðningur og velvilji getur haft verulega þýðingu fyrir þá sem greinast með krabbamein. Það veitir styrk að finna fyrir stuðningi og umhyggju. Við getum öll lagt eitthvað af mörkum til að styðja fólk sem er í meðferð eða hefur lokið meðferð.

  •  „Ég er xxx og ég ætla að vera til staðar fyrir vin sem er með krabbamein.“ Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein vitum við stundum ekki alveg hvað við getum gert til að hjálpa, þó að okkur langi til þess. Það þarf samt ekki að vera mikið eða flókið og hér má fá nokkrar hugmyndir.
  •  „Ég er xxx og ég ætla að sýna samstarfsmanni stuðning.“ Stuðningur og velvilji samstarfsfólks getur haft þýðingu fyrir þann sem greinist. Hér eru ráð sem geta sem geta komið að gagni fyrir samstarfsfólk og yfirmen þegar vinnufélagi greinist með krabbamein.
  •  „Ég er xxx og ég ætla að styrkja krabbameinsrannsóknir.“ Hér má styrkja Krabbameinsfélagið sem m.a. heldur úti öflugum vísindasjóði og sinnir krabbameinsrannsóknum.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?