Guðmundur Pálsson 14. jún. 2018

Áfram Ísland - ertu í réttu sokkunum fyrir HM?

Við endurvekjum nú sokkastemninguna í tengslum við þátttöku íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í HM 2018.

Hvort sem þú ert að kaupa þér nýtt sokkapar eða aukapar þá slærðu tvær flugur í sama höfuðið: styður við markvissa baráttu Krabbameinsfélagsins við að ná til karlmanna í áhættuhópum og að skapa fullkomna HM-stemmningu; það horfir einfaldlega enginn á leik án þess að vera í réttu sokkunum!​ 

Sokkarnir fást í netverslun Krabbameinsfélagsins, í móttökunni í Skógarhlíð 8 og í eftirtöldum verslunum Bónus:

  • Holtagörðum Reykjavík
  • Spönginni Reykjavík
  • Korputorgi Reykjavík
  • Kauptúni Garðabæ
  • Smáratorgi Kópavogi
  • Ögurhvarfi Kópavogi
  • Helluhrauni Hafnarfirði
  • Langholti Akureyri
  • Larsentstræti Selfossi
  • Fitjum Njarðvík
  • Miðvangi Egilsstöðum
Hm_pakkinn_2_grande

Vekjum líka athygli á HM-pakkanum sem inniheldur sokka, armband og hálsband.

Upp með sokkana og áfram Ísland!

 

HM sokkar


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?