Sigurlaug Gissurardóttir 16. feb. 2017

Áfengisfrumvarpið: Ályktun stjórnar Krabbameinsfélags Íslands 14. febrúar 2017

  • Krabbameinsfélagið

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir yfir andstöðu sinni við frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi sem felur í sér afnám einkaleyfis Áfengis-og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar.

Með frumvarpinu er verið að leggja til að aðgengi að áfengi verði stóraukið með tilheyrandi fjölskylduvanda, samfélagslegum kostnaði, heilsufarsvanda og álagi á heilbrigðiskerfið. Aukin markaðssetning leiðir til þess sama. Fjöldi fagaðila á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda auk félagasamtaka hefur fært góð og gagnreynd rök fyrir því að slíkt væri óheillaspor gagnvart lýðheilsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis. Það er fjarri lagi að hægt sé að taka ákvarðanir sem varða áfengi á þeirri forsendu að þar sé um að ræða venjulega neysluvöru.

 

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands bendir sérstaklega á tengsl áfengisneyslu og krabbameins og vísar m.a. til yfirlýsinga Alþjóðakrabbameinsstofnunarinnar (IARC) um þau. Nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Einnig eru vísbendingar um að það auki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli og fleiri tegundum krabbameins. Áætlað er að áfengi sé orsök um 4% dauðsfalla af völdum krabbameins eða um 25 manns á ári hér á landi.

Með samþykkt frumvarpsins væri gengið þvert á ýmsar áætlanir til bættrar heilsu sem stjórnvöld hafa samþykkt á undanförnum árum og mikilvægum stoðum kippt undan árangursríkri forvarnastefnu í áfengismálum sem almenn samstaða hefur verið um hjá þjóðinni. Stefnu sem meðal annars hefur skilað því að hér á landi er heildarneysla áfengis með því lægsta sem þekkist í okkar heimshluta og árangur í forvörnum meðal ungmenna á heimsmælikvarða. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hvetur alþingismenn til þess að fella frumvarpið.  

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Sigurðardóttir, læknir og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands í síma 825 5018.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?