Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. apr. 2019

Áfengi getur valdið krabbameinum - Viðtal á Hringbraut

Vitað er að aukið aðgengi að áfengi er þvert á hagsmuni lýðheilsu þjóðarinnar og að það verður til að fjölga krabbameinstilfellum. Krabbameinsfélagið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þingmönnum er gefið „gula spjaldið“ vegna áfengisfrumvarpsins svokallaða. 

Þetta var umræðuefni þeirra Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þáttarstjórnanda þáttarins Tuttuguogeinn á Hringbraut, og Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.

Þar kom meðal annars fram að tengsl áfengis og krabbameina hafa verið þekkt í um þrjá áratugi en Laufey telur að vegna þess hve áfengi er mikill hluti af menningu þjóðarinnar vilji fólk ekki heyra það. Til dæmis eru tengsl brjóstakrabbameins við áfengi og krabbamein í ristli og endaþarmi vel þekkt.

Í tengslum við þá mýtu að eitt glas á dag sé hjartastyrkjandi, benti Laufey á nýlega stóra rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet, þar sem sterklega kom fram að enginn lágmarksskammtur af áfengi sé hlutlaus eða hollur. Áfengisneysla byrjar strax að hafa áhrif og veldur 3 milljónum dauðsfalla á heimsvísu á ári. Ekki þurfi að hætta að smakka áfengi að hennar sögn, en aldrei að fá sér glas til að bæta heilsuna. Það sé bágbilja sem hafi verið hrakin. Ekki sé þó vinsælt að vera boðberi þessara frétta.

Aukið aðgengi eykur krabbameinstilfelli

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa áhrif til fjölgunar krabbameinstilfella. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur áherslu á að dregið sé úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Stofnunin telur langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu vera í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann.

Íslendingar drekka minna en hinar Norðurlandaþjóðirnar en Danir drekka mest, sem marka má af tölum um heilsufar þjóðarinnar. Vínandi í áfengi er krabbameinsvaldurinn. Því meira magn, því meiri áhætta, en etanól og niðurbrotsefni þess eru staðfestir krabbameinsvaldar og geta meðal annars valdið stökkbreytingum, sem aftur valda krabbameinum.

Áfengistengd dauðsföll myndu aukast

Umræða um að leyfa einnig sölu á áfengi í sérverslunum er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur farið fram í Svíþjóð og niðurstaðan var sú að áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18 prósent ef salan færi fram í sérverslunum, enn meira ef hún færi einnig fram í almennum verslunum. Þessi skilaboð þurfi að komast til skila til fulltrúa okkar á Alþingi sem hafa nú til meðferðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Áfengi veldur 5% af öllum brjóstakrabbameinum á Norðurlöndunum og 3% af krabbameinum í ristli og endaþarmi.

Ofsadrykkja er að minnka, sem er af hinu góða. En að fá sér einn á hverjum degi er ekki gott fyrir heilsuna að mati Laufeyjar.

Þáttinn á Hringbraut má sjá í heild sinni hér.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?