Ása Sigríður Þórisdóttir 6. jún. 2020

Af hverju er ristilskimun frestað ítrekað?

  • Sunna Guðlaugsdóttir meltingarlæknir inni í risaristlinum sem aðgengilegur var almenningi í Bleiku slaufunni 2015.

Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Velferðarráðuneytisins stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017.

Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Velferðarráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir.

Þrátt fyrir vandaðan undirbúning hafa heilbrigðisyfirvöld frestað því ítrekað að hefja skimunina og enn liggur ekki fyrir hvenær hún hefst.

Krabbamein í ristli og endaþarmi er í hópi algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Þau eru meðal þeirra fáu krabbameina þar sem hægt er með skimun, að finna forstig sjúkdómsins og koma þannig í veg fyrir meinið. Meðferð og fylgikvillar verða einnig minni ef meinið greinist snemma.

Málið er því afar brýnt. Í hverri einustu viku deyja að meðaltali 2 einstaklingar úr sjúkdómunum en á hverju ári greinast að meðaltali 184 einstaklingar hér á landi með krabbamein í ristli og endaþarmi.

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins, 6. júní 2020, var skorað á heilbrigðisráðherra að setja þegar í stað fram tímasetta og fjármagnaða áætlun um að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi síðar á þessu ári.


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?