Ása Sigríður Þórisdóttir 6. jún. 2020

Af hverju er ristilskimun frestað ítrekað?

  • Sunna Guðlaugsdóttir meltingarlæknir inni í risaristlinum sem aðgengilegur var almenningi í Bleiku slaufunni 2015.

Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Velferðarráðuneytisins stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017.

Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Velferðarráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir.

Þrátt fyrir vandaðan undirbúning hafa heilbrigðisyfirvöld frestað því ítrekað að hefja skimunina og enn liggur ekki fyrir hvenær hún hefst.

Krabbamein í ristli og endaþarmi er í hópi algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Þau eru meðal þeirra fáu krabbameina þar sem hægt er með skimun, að finna forstig sjúkdómsins og koma þannig í veg fyrir meinið. Meðferð og fylgikvillar verða einnig minni ef meinið greinist snemma.

Málið er því afar brýnt. Í hverri einustu viku deyja að meðaltali 2 einstaklingar úr sjúkdómunum en á hverju ári greinast að meðaltali 184 einstaklingar hér á landi með krabbamein í ristli og endaþarmi.

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins, 6. júní 2020, var skorað á heilbrigðisráðherra að setja þegar í stað fram tímasetta og fjármagnaða áætlun um að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi síðar á þessu ári.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?