Guðmundur Pálsson 31. ágú. 2020

Að ná áttum

Margir greinast með krabbamein af ýmsum toga. Hvernig reiðir öllu þessu fólki af? Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. 

En margt er líka sameiginlegt. Hver er reynslusjóður fólks sem greinist með krabbamein? Hvernig hefur greiningin farið fram og hvernig hefur meðferðin gengið? Hvað reyndist vel og hvað hefði mátt betur fara?

Hlutverk

Meginhlutverk Krabbameinsfélagsins er að stuðla að því að færri greinist með krabbamein sem hægt er að fyrirbyggja, að sem flestir læknist og að lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra séu sem mest. Mikilvægt er að fyrir liggi sem gleggst þekking á líðan fólks með krabbamein svo unnt sé að beina kröftum að þeim þáttum þar sem aðgerða er þörf.

Sagan

Árið 1974 sýndu rannsóknir að allt að helmingur 16 ára barna reykti daglega. Félagið brást við með öflugu fræðslustarfi í grunnskólum landsins. Félagið hafði líka frumkvæði að skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir að rannsóknir höfðu bent til að hægt væri að greina þessi mein á frumstigum. Til að sinna óskum sjúklinga og aðstandenda um umönnun á heimilum stofnaði félagið Heimahlynningu. Einnig hafði Krabbameinsfélagið frumkvæði að skipulagðri skráningu krabbameina og til að ná því markmiði stofnaði félagið Krabbameinsskrá. Við mörgum þessara verkefna hefur heilbrigðisþjónustan tekið eða gert samninga við félagið um að sinna starfseminni áfram í umboði stjórnvalda.

Áttaviti Krabbameinsfélagsins

Til að fá sem gleggsta mynd af reynslu og upplifun þeirra sem greinast með krabbamein hefur Krabbameinsfélagið sent út boðsbréf til allra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Svör eru að berast, en mikilvægt er að sem flestir svari til að fá sem raunsannasta mynd af stöðu mála. Hægt er að nálgast upplýsingar um rannsóknina á krabb.is/rannsokn og/eða hafa samband gegnum netpóst: attavitinn@krabb.is.

Ásgeir Helgason
Dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?