Guðmundur Pálsson 31. ágú. 2020

Að ná áttum

Margir greinast með krabbamein af ýmsum toga. Hvernig reiðir öllu þessu fólki af? Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. 

En margt er líka sameiginlegt. Hver er reynslusjóður fólks sem greinist með krabbamein? Hvernig hefur greiningin farið fram og hvernig hefur meðferðin gengið? Hvað reyndist vel og hvað hefði mátt betur fara?

Hlutverk

Meginhlutverk Krabbameinsfélagsins er að stuðla að því að færri greinist með krabbamein sem hægt er að fyrirbyggja, að sem flestir læknist og að lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra séu sem mest. Mikilvægt er að fyrir liggi sem gleggst þekking á líðan fólks með krabbamein svo unnt sé að beina kröftum að þeim þáttum þar sem aðgerða er þörf.

Sagan

Árið 1974 sýndu rannsóknir að allt að helmingur 16 ára barna reykti daglega. Félagið brást við með öflugu fræðslustarfi í grunnskólum landsins. Félagið hafði líka frumkvæði að skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir að rannsóknir höfðu bent til að hægt væri að greina þessi mein á frumstigum. Til að sinna óskum sjúklinga og aðstandenda um umönnun á heimilum stofnaði félagið Heimahlynningu. Einnig hafði Krabbameinsfélagið frumkvæði að skipulagðri skráningu krabbameina og til að ná því markmiði stofnaði félagið Krabbameinsskrá. Við mörgum þessara verkefna hefur heilbrigðisþjónustan tekið eða gert samninga við félagið um að sinna starfseminni áfram í umboði stjórnvalda.

Áttaviti Krabbameinsfélagsins

Til að fá sem gleggsta mynd af reynslu og upplifun þeirra sem greinast með krabbamein hefur Krabbameinsfélagið sent út boðsbréf til allra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Svör eru að berast, en mikilvægt er að sem flestir svari til að fá sem raunsannasta mynd af stöðu mála. Hægt er að nálgast upplýsingar um rannsóknina á krabb.is/rannsokn og/eða hafa samband gegnum netpóst: attavitinn@krabb.is.

Ásgeir Helgason
Dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigrún Gunnarsdóttir

Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands var kjörin formaður Krabbameinsfélagsins á aðalfundi félagsins árið 2016, til tveggja ára.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?