Guðmundur Pálsson 31. ágú. 2020

Að ná áttum

Margir greinast með krabbamein af ýmsum toga. Hvernig reiðir öllu þessu fólki af? Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. 

En margt er líka sameiginlegt. Hver er reynslusjóður fólks sem greinist með krabbamein? Hvernig hefur greiningin farið fram og hvernig hefur meðferðin gengið? Hvað reyndist vel og hvað hefði mátt betur fara?

Hlutverk

Meginhlutverk Krabbameinsfélagsins er að stuðla að því að færri greinist með krabbamein sem hægt er að fyrirbyggja, að sem flestir læknist og að lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra séu sem mest. Mikilvægt er að fyrir liggi sem gleggst þekking á líðan fólks með krabbamein svo unnt sé að beina kröftum að þeim þáttum þar sem aðgerða er þörf.

Sagan

Árið 1974 sýndu rannsóknir að allt að helmingur 16 ára barna reykti daglega. Félagið brást við með öflugu fræðslustarfi í grunnskólum landsins. Félagið hafði líka frumkvæði að skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir að rannsóknir höfðu bent til að hægt væri að greina þessi mein á frumstigum. Til að sinna óskum sjúklinga og aðstandenda um umönnun á heimilum stofnaði félagið Heimahlynningu. Einnig hafði Krabbameinsfélagið frumkvæði að skipulagðri skráningu krabbameina og til að ná því markmiði stofnaði félagið Krabbameinsskrá. Við mörgum þessara verkefna hefur heilbrigðisþjónustan tekið eða gert samninga við félagið um að sinna starfseminni áfram í umboði stjórnvalda.

Áttaviti Krabbameinsfélagsins

Til að fá sem gleggsta mynd af reynslu og upplifun þeirra sem greinast með krabbamein hefur Krabbameinsfélagið sent út boðsbréf til allra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Svör eru að berast, en mikilvægt er að sem flestir svari til að fá sem raunsannasta mynd af stöðu mála. Hægt er að nálgast upplýsingar um rannsóknina á krabb.is/rannsokn og/eða hafa samband gegnum netpóst: attavitinn@krabb.is.

Ásgeir Helgason
Dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

Karlakor

5. mar. 2021 : Fyrsti karlakórinn skráður í Mottumars og fyrsti skokkhópurinn!

Mottukeppnin er í fullum gangi en hún snýr nú aftur eftir fimm ára hlé. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis og Skokkhóp Vals. 

Lesa meira
MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?