Guðmundur Pálsson 31. ágú. 2020

Að ná áttum

Margir greinast með krabbamein af ýmsum toga. Hvernig reiðir öllu þessu fólki af? Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. 

En margt er líka sameiginlegt. Hver er reynslusjóður fólks sem greinist með krabbamein? Hvernig hefur greiningin farið fram og hvernig hefur meðferðin gengið? Hvað reyndist vel og hvað hefði mátt betur fara?

Hlutverk

Meginhlutverk Krabbameinsfélagsins er að stuðla að því að færri greinist með krabbamein sem hægt er að fyrirbyggja, að sem flestir læknist og að lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra séu sem mest. Mikilvægt er að fyrir liggi sem gleggst þekking á líðan fólks með krabbamein svo unnt sé að beina kröftum að þeim þáttum þar sem aðgerða er þörf.

Sagan

Árið 1974 sýndu rannsóknir að allt að helmingur 16 ára barna reykti daglega. Félagið brást við með öflugu fræðslustarfi í grunnskólum landsins. Félagið hafði líka frumkvæði að skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir að rannsóknir höfðu bent til að hægt væri að greina þessi mein á frumstigum. Til að sinna óskum sjúklinga og aðstandenda um umönnun á heimilum stofnaði félagið Heimahlynningu. Einnig hafði Krabbameinsfélagið frumkvæði að skipulagðri skráningu krabbameina og til að ná því markmiði stofnaði félagið Krabbameinsskrá. Við mörgum þessara verkefna hefur heilbrigðisþjónustan tekið eða gert samninga við félagið um að sinna starfseminni áfram í umboði stjórnvalda.

Áttaviti Krabbameinsfélagsins

Til að fá sem gleggsta mynd af reynslu og upplifun þeirra sem greinast með krabbamein hefur Krabbameinsfélagið sent út boðsbréf til allra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Svör eru að berast, en mikilvægt er að sem flestir svari til að fá sem raunsannasta mynd af stöðu mála. Hægt er að nálgast upplýsingar um rannsóknina á krabb.is/rannsokn og/eða hafa samband gegnum netpóst: attavitinn@krabb.is.

Ásgeir Helgason
Dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?