Björn Teitsson 1. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Víðir Reynisson

  • VIDIR

Víðir Reynisson hefur verið nánasti aðstandandi krabbameinsgreindra og það oftar en einu sinni. Hann minnir á að samstaðan skiptir mestu máli í glímunni við krabbamein, þar gegnir Krabbameinsfélagið lykilhlutverki.

Hinn hógværi og hægláti Víðir Reynisson hefur uppskorið mikla og verðskuldaða virðingu íslensku þjóðarinnar. Hann hefur verið til þjónustu reiðubúinn í gegnum þykkt og þunnt á tímum heimsfaraldurs og staðið sig framúrskarandi vel. Krabbamein hefur komið við sögu í lífi Víðis, rétt eins og hjá langflestum ef ekki öllum Íslendingum.


Víðir er fæddur í Vestmannaeyjum en fluttist upp á land 11 ára að aldri. Hann segir frá því að þar átti hann fimm æskufélaga sem héldu saman fram á fullorðinsár. Tveir þeirra eru fallnir frá, þar af einn aðeins 28 ára. Þeir létust vegna krabbameina. Móðir Víðis greindist einnig með krabbamein, fór í gegnum meðferð og sigraðist á sjúkdómnum.


Víðir minnir okkur á að staðan er mun betri núna gagnvart krabbameinum en fyrir 70 árum, 50 árum, já og jafnvel 20 árum. En það er með tilveru félaga eins og Krabbameinsfélagsins sem stöðugar framfarir verða í að kljást við þennan vágest. Að takast á við hann er langhlaup – og eins og við höfum svo oft heyrt áður og Víðir segir svo réttilega: „Við getum þetta saman.“

Víðir Reynisson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=zRpYfTkSZEY


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?