Ása Sigríður Þórisdóttir 27. apr. 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir læknir fagnar 70 ára afmæli sínu í dag og óskum við henni innilega til hamingju með daginn. Valgerður hefur verið formaður Krabbameinsfélags Íslands frá árinu 2017 og á langa sögu með Krabbameinsfélaginu, bæði sem sjálfboðaliði og starfsmaður. 

Valgerður starfaði lengi á Leitarstöðinni við klínískar greiningar á brjóstakrabbameini og einnig í Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins þar til hún tók við stöðu yfirlæknis líknardeildar Landspítala.

Valgerður Sigurðardóttir læknir hefur verið formaður Krabbameinsfélags Íslands frá árinu 2017. Valgerður á langa sögu með Krabbameinsfélaginu, bæði sem sjálfboðaliði og starfsmaður. Hún starfaði lengi á Leitarstöðinni við klínískar greiningar á brjóstakrabbameini og einnig í Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins þar til hún tók við stöðu yfirlæknis líknardeildar Landspítala. Valgerður er mjög sterkur fagmaður sem missir aldrei sjónar á því mannlega. Lífsgæði sjúklinga með alvarlega illkynja sjúkdóma og þjónusta við mikið veika og deyjandi einstaklinga hafa verið Valgerði hjartans mál alla tíð. Í þeim málum hefur Valgerður verið óstöðvandi baráttukona og hefur tekist með góðu samstarfi og óendanlegri seiglu að umbylta líknarþjónustu hér á landi. Oft var mótbyr en nú er líknarþjónusta löngu viðurkennd bæði í heilbrigðiskerfinu og hjá almenningi. Valgerður brennur fyrir málstað Krabbameinsfélagsins og tryggir að hjartað sé alltaf á réttum stað.

Valgerður Sigurðardóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021-2022. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?