Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2022

70 andlit fyrir 70 ár – Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn segir Krabbameinsfélagið fyrst og fremst hafa verið að þrýsta á um að hér yrði heilbrigðisþjónusta sem tæki á þessum alvarlega sjúkdómi með öllu því afli sem ein þjóð getur gert og telur engan vafa á því að félagið hefur áorkað mjög miklu í þeim efnum.

Þorsteinn Pálsson segist lengst af hafa verið titlaður blaðamaður í símaskránni. Hann er fyrrverandi ráðherra og situr í stjórn Krabbameinsfélagsins. Hann segir að þegar leitað hafi verið til hans þá hafi hann litið svo á að hann eins og svo margir hafi verið í skuld við félagið og einfaldasta leiðin til að borga hana hefði verið að segja já þegar hann var beðinn um að gera smá viðvik.

Krabbamein hefur snert hann og hoggið í raðir fjölskyldu hans eins og í flestum fjölskyldum.

Þorsteinn segir Krabbameinsfélagið fyrst og fremst hafa verið að þrýsta á um að hér yrði heilbrigðisþjónusta sem tæki á þessum alvarlega sjúkdómi með öllu því afli sem ein þjóð getur gert og telur engan vafa á því að félagið hefur áorkað mjög miklu í þeim efnum.

Þorsteinn bendir á að lögð hafi verið mikil vinna síðustu ár við að byggja upp Vísindasjóð sem veitir tugmiljóna á hverju ári í styrki til krabbameinsrannsókna. Fjölmörg verkefni blasa við sem félagið þarf að takast á við.

„Auðvitað veit fólk misjafnlega mikið um starf Krabbameinsfélagsins en ég held að það sé enginn vafi að það sé mikill velvilji og góður hugur hvarvetna í garð félagsins. Þess vegna hefur því tekist að afla fjármuna til þess að sinna þessu umfangsmikla og fjölbreytta starfi, það gerist ekki nema af því að fólkið í landinu hefur skilning“.

  https://youtu.be/EyIgxL6DliE

Þorsteinn Pálsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

Framleiðsla: Egill & Jakob.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?