Ása Sigríður Þórisdóttir 14. mar. 2022

70 andlit fyrir 70 ár – Sólmundur Hólm

Þó Sóli Hólm hafi ekki verið inni á gafli hjá Krabbameinsfélaginu í sínum veikindum þá finnst honum það vera viss forréttindi að það sé einhver svona veikindategund sem eigi svona geðveikt öflugt og heilt félag sem hafi verið til í 70 ár sem hægt sá að leita til ef maður veikist, það er í raun bara lúxus.

Sólmundur Hólm Sólmundarson er fimm barna faðir, fyrrum krabbameinssjúklingur og hefur starfað við fjölmiðla og alls konar skemmtilegtheit.

https://www.youtube.com/watch?v=rnzdR_oBRSs

Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein árið 2017. Hann læknaðist á þremur mánuðum eftir átta lyfjagjafir og slapp alveg fáranlega vel, eins og hann segir sjálfur og öðlaðist í staðinn virkilega dýrmæta reynslu sem hann segist ekki hafa viljað sleppa.

Þó hann hafði aldrei upplifað að hann væri í lífhættu þá fannst honum hann samt skrefi nær dauðanum en flest fólk á hans aldrei. Þetta var til þess að hann fór að spá í það sem maður vildi gera og taldi sig hafa nægan tíma til að gera. Þá fannst honum hann ekki hafa nýtt þá hæfileika sem honum voru gefnir eins vel og hægt er. Hann hafði aldrei þorað að vera með sína eigin uppistandssýningu þannig að hann ákvað að um leið og hann væri búinn með lyfjameðferð og væri búinn að fá þrekið aftur myndi hann vera með uppistandssýningu sem hann og gerði. Það sem hann fann þegar hann fór af stað með sýninguna var hvað margir gátu tengt við hans upplifun bæði sem aðstandendur og sem krabbameinssjúklingar. Viðbrögðin við sýningunni fóru svolítið eftir því hversu lítið eða mikið fólk hafði verið innan um krabbamein. Þeir sem höfðu lítið verið innan um krabbamein fannst erfitt að hlæja að því sem hann var að gera grín að. Síðan hélt hann sýningar þar sem hann bauð bara fólki sem var annað hvort nýbúið að stíga upp úr krabbameinum eða var að díla við krabbamein á þeim tíma var allt annað upp á teningnum – þar var rosalega einlægur og innilegur hlátur því fólk tengdi svo vel við hans upplifun. Þá fann hann vel hversu kærkomið var hjá þeim áhorfendum að fá að hlæja að einhverju svona.

Sólmundur Hólm Sólmundarson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

Framleiðsla: Egill & Jakob.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?