Björn Teitsson 11. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Sigríður Thorlacius

  • SIGRIDUR_1623407756714

Sigríður Thorlacius, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, hefur misst tvær systir sínar vegna krabbameina. Þær fengu báðar heilaæxli. Sem hluta bataferlis, gerðist Sigríður síðan Velunnari Krabbameinsfélagsins, til að styðja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf vegna krabbameina. 

Sigríður Thorlacius er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Hún gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og söng þar í kórnum hjá Þorgerði Ingólfsdóttur, eins og svo margt af okkar færasta tónlistarfólki. Sigríður á að baki einstaklega farsælan feril sem popp-og djasssöngkona, með hljómsveitinni Hjaltalín, í samstarfsverkefninu GÓSS og fjölbreyttum verkefnum sem ætíð er tekið eftir. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014 sem söngkona ársins. Sigríður, eins og langflestir Íslendingar, á sér sögu með krabbameinum.

Yngst í fimm systra hópi, upplifir hún að missa tvær systur sínar úr krabbameinum. Á stuttu tímabili. Ingileif lést árið 2010 og Sólveig árið 2014. Báðar fengu þær heilaæxli. Að komast í gegnum slíkan missi er ekki auðvelt, það er stórt verkefni fyrir hvern sem er. Sigríður var rétt að skríða saman eftir fyrri missi og fær fréttir um að veikindi herji á enn aðra systur. En þann dag í dag er öll fjölskylda hennar smeyk við hvers konar höfuðverki, skiljanlega. Þau notuðu heldur aldrei orðið krabbamein um veikindi systranna, það var of yfirþyrmandi.

Að sögn Sigríðar var partur af hennar bataferli að taka þátt í einhverju starfi sem skipti máli, að vita að hennar fjármunir myndu fara til rannsókna, fræðslu og forvarna og ráðgjafar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Hún gerðist því Velunnari Krabbameinsfélagsins og hefur verið það í rúman hálfan áratug. Velunnarar eru mikilvægustu bakhjarlar félagsins, sem styðja það mánaðarlega með hóflegum fjárframlögum. Sigríði, og öllum okkar Velunnurum, erum við, sem og krabbameinsgreindir og aðstandendur, ævinlega þakklát. Með kraftmiklum rannsóknum, bættri fræðslu og forvörnum, fækkum við krabbameinum.

Sigríður Thorlacius er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=NPc_Pxr2gXs


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?