Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Það er einn af hverjum þremur Íslendingum sem mun á einhverjum tímapunkti á ævinni þurfa að takast á við þennan sjúkdóm og við langflest hin eða þau okkar sem fá þetta ekki munum upplifa þetta sem aðstandendur, vinir eða kunningjar.

Í starfinu mínu vinn ég að fjáröflun félagsins því er félagið er algjörlega háð stuðningi almennings og fyrirtækja. Við þurfum á því að halda að hafa mikið og gott bakland sem við sem betur fer höfum og höfum haft lengi. Þar á meðal eru 17.000 Velunnarar sem að mánaðarlega styrkja starfið og svo erum við með stór fjáröflunarátök eins og Bleiku slaufuna og Mottumars þar sem að mikill hluti þjóðarinnar tekur þátt og hjálpar okkur að fjármagna allt það sem verið er að gera dag frá degi.

Ég held að það sé bara mjög mikilvægt fyrir almenning, fyrir okkur öll, að taka þátt í starfi Krabbameinsfélagsins með einhverjum hætti.

https://www.youtube.com/watch?v=iT3wwEkBr0k

Ég held að okkur finnist við stundum svolítið vanmáttug gagnvart þessum sjúkdómi og finnist við ekki geta gert mikið. En málið er að við getum öll gert eitthvað. Og þegar þetta „eitthvað“ safnast saman þá verða framfarir. Með því að styrkja félagið þá á fólk einfaldlega þátt í öllum þessum skrefum sem hafa átt þátt í að tvöfalda lífslíkur á síðustu 50 árum. Þetta skilar árangri.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?