Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Það er einn af hverjum þremur Íslendingum sem mun á einhverjum tímapunkti á ævinni þurfa að takast á við þennan sjúkdóm og við langflest hin eða þau okkar sem fá þetta ekki munum upplifa þetta sem aðstandendur, vinir eða kunningjar.

Í starfinu mínu vinn ég að fjáröflun félagsins því er félagið er algjörlega háð stuðningi almennings og fyrirtækja. Við þurfum á því að halda að hafa mikið og gott bakland sem við sem betur fer höfum og höfum haft lengi. Þar á meðal eru 17.000 Velunnarar sem að mánaðarlega styrkja starfið og svo erum við með stór fjáröflunarátök eins og Bleiku slaufuna og Mottumars þar sem að mikill hluti þjóðarinnar tekur þátt og hjálpar okkur að fjármagna allt það sem verið er að gera dag frá degi.

Ég held að það sé bara mjög mikilvægt fyrir almenning, fyrir okkur öll, að taka þátt í starfi Krabbameinsfélagsins með einhverjum hætti.

https://www.youtube.com/watch?v=iT3wwEkBr0k

Ég held að okkur finnist við stundum svolítið vanmáttug gagnvart þessum sjúkdómi og finnist við ekki geta gert mikið. En málið er að við getum öll gert eitthvað. Og þegar þetta „eitthvað“ safnast saman þá verða framfarir. Með því að styrkja félagið þá á fólk einfaldlega þátt í öllum þessum skrefum sem hafa átt þátt í að tvöfalda lífslíkur á síðustu 50 árum. Þetta skilar árangri.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?