Björn Teitsson 16. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hrafn Tulinius

  • Hrafn_tulinius

Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar frá 1975 til 2001. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í íslenskum krabbameinsrannsóknum og faraldsfræðum. Hrafn kom með alþjóðlega strauma í starfið en hann og fjölskylda hans hafa haldið nánum tengslum við Frakkland. 

Hrafn Tulinius (1931-2015) starfaði hjá Krabbameinsfélagi Íslands í 26 ár, allan tímann sem yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar, sem er ein sú fremsta sinnar tegundar í heiminum. Hrafn sagði ætíð einkar hógvær að hann hafi fengið gott bú í hendurnar frá Ólafi Bjarnasyni, sem var yfirlæknir skráarinnar frá 1954 uns Hrafn tók við.

Hrafn kom með nýja alþjóðlega strauma í íslenskt vísindalíf og krabbameinsrannsóknir. Áður en Hrafn hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu hafði hann starfað sem meinafræðingur og faraldsfræðingur við IARC, Alþjóðlegu krabbameinsstofnunina í Lyon í Frakklandi, um átta ára skeið. Dvölin í Frakklandi mótaði Hrafn og konu hans Helgu, sem héldu nánum tengslum við landið ásamt börnum sínum. Á eftirlaunaaldri átti fjölskyldan sér afdrep í Fitou, litlu vínþorpi í Suður-Frakklandi, þar sem Hrafn naut lífsins ásamt ástvinum sínum eins og kostur gafst.

Myndin sem hér birtist er eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Sverri Vilhelmsson, og er tekin fyrir viðtal í sama blaði árið 2005. Þar er fjallað um mikilvægi Krabbameinsskrárinnar og það magnaða starf sem eftir Hrafn og samstarfsfólk hans liggur, bæði varðandi skráningu og faraldsfræðirannsóknir. Við tilefnið sagði Hrafn að eftir að sérnámi hans lauk, hélt hann að hann hafði fengið nóg af krabbameinum. „En örlögin láta ekki að sér hæða og ég hef verið svo lánsamur að verja ævistarfinu til krabbameinsrannsókna. Vandinn enn er sá, að við vitum ekki nóg og lausnin er aðeins ein: Rannsóknir, rannsóknir og aftur rannsóknir. Aðeins þannig getum við vonast til að öðlast skilning á krabbameinum.“

Hrafn Tulinius er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?