Björn Teitsson 16. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hrafn Tulinius

  • Hrafn_tulinius

Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar frá 1975 til 2001. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í íslenskum krabbameinsrannsóknum og faraldsfræðum. Hrafn kom með alþjóðlega strauma í starfið en hann og fjölskylda hans hafa haldið nánum tengslum við Frakkland. 

Hrafn Tulinius (1931-2015) starfaði hjá Krabbameinsfélagi Íslands í 26 ár, allan tímann sem yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar, sem er ein sú fremsta sinnar tegundar í heiminum. Hrafn sagði ætíð einkar hógvær að hann hafi fengið gott bú í hendurnar frá Ólafi Bjarnasyni, sem var yfirlæknir skráarinnar frá 1954 uns Hrafn tók við.

Hrafn kom með nýja alþjóðlega strauma í íslenskt vísindalíf og krabbameinsrannsóknir. Áður en Hrafn hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu hafði hann starfað sem meinafræðingur og faraldsfræðingur við IARC, Alþjóðlegu krabbameinsstofnunina í Lyon í Frakklandi, um átta ára skeið. Dvölin í Frakklandi mótaði Hrafn og konu hans Helgu, sem héldu nánum tengslum við landið ásamt börnum sínum. Á eftirlaunaaldri átti fjölskyldan sér afdrep í Fitou, litlu vínþorpi í Suður-Frakklandi, þar sem Hrafn naut lífsins ásamt ástvinum sínum eins og kostur gafst.

Myndin sem hér birtist er eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Sverri Vilhelmsson, og er tekin fyrir viðtal í sama blaði árið 2005. Þar er fjallað um mikilvægi Krabbameinsskrárinnar og það magnaða starf sem eftir Hrafn og samstarfsfólk hans liggur, bæði varðandi skráningu og faraldsfræðirannsóknir. Við tilefnið sagði Hrafn að eftir að sérnámi hans lauk, hélt hann að hann hafði fengið nóg af krabbameinum. „En örlögin láta ekki að sér hæða og ég hef verið svo lánsamur að verja ævistarfinu til krabbameinsrannsókna. Vandinn enn er sá, að við vitum ekki nóg og lausnin er aðeins ein: Rannsóknir, rannsóknir og aftur rannsóknir. Aðeins þannig getum við vonast til að öðlast skilning á krabbameinum.“

Hrafn Tulinius er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?