Björn Teitsson 4. jún. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Hildur Björk Hilmarsdóttir

  • HILDUR

Hildur Björk Hilmarsdóttir var aðeins 23 ára þegar hún greindist fyrst með bráðahvítblæði. Hún komst í gegnum meðferð en greindist tveimur árum síðar með sama sjúkdóm. Í mestu veikindunum hét hún því að hjálpa fólki í sömu sporum, myndi hún lifa af.

Hildur Björk Hilmarsdóttir var aðeins 23 ára gömul þegar hún greindist með bráðahvítblæði. Við tók löng og erfið geisla-og lyfjameðferð sem bar árangur og Hildur náði heilsu á ný. En það varði aðeins í rúm tvö ár, uns hún var aftur greind með bráðahvítblæði. Það kallaði á mergskiptaaðgerð í Svíþjóð með tilheyrandi lyfjameðferð í kjölfarið, sem reyndi afar mikið á líkama og sál. Þegar Hildur var sem veikust hét hún því að ef hún myndi hafa þetta af, þá ætlaði hún að gera hvað hún gæti til að styðja við fólk sem væri í sömu sporum og hún.


Árið 1999 varð svo til Kraftur – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Hildur var stofnandi og fyrsti framkvæmdastjóri félagsins, sem barðist meðal annars fyrir auknum andlegum stuðningi við sjúklinga og aðstandendur og betri endurhæfingu sjúklinga eftir meðferð. Félagið hefur vaxið og dafnað síðan og er eitt allra öflugasta aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands.


Hildur, sem er upphaflega kennari að mennt, er nú komin í stjórn Krabbameinsfélagsins, er farsæl í starfi og á fallega fjölskyldu. En hún er sérstaklega stolt að hafa stofnað Kraft, félag sem hefur hreinlega breytt lífi fjölda fólks sem greinst hefur með krabbamein ungt að árum í blóma lífsins.


Hildur Björk Hilmarsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=QAlu1lgdHjk


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?